Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

126 Mantra Mantra getur verið góð leið til að enda kennslustund. Hún gæti fylgt nemendum út daginn. Kennarinn gæti skapað hreyfingar við möntruna. Ég er hér, með opið hjarta, opinn hug. Tilbúin/n að takast á við það óvænta. Ég sé, ég finn, ég heyri, ég skynja – með öllum líkamanum. Sól úti, sól inni, sól í hjarta, sól í sinni, sól í sálu minni. Ég sé þig, þú sérð mig, saman erum við, hlið við hlið. Saman erum við eitt. Ég er frábær! Ég get, ég ætla, ég skal! GÆS! GÆS! GÆS! Aldursstig: 1.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − hlustun og einbeitingu. − líkamsmeðvitund. − djúpa slökun fyrir líkama og huga. − jákvæðar tilfinningar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=