Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

125 Snjókarlinn Kennarinn biður nemendur að finna sér standandi stöðu í rýminu og ímynda sér að þeir séu snjókarl. Kennarinn talar um hvernig snjókarlinn bráðnar og verður hluti af jörðinni. „Veturinn er á enda og sólin er farin að skína. Þess vegna byrjar snjókarlinn að bráðna hægt og sígandi og samein- ast jörðinni að lokum.“ Kennarinn heldur áfram og talar um hvernig líkaminn verður þyngri og nefnir alla líkamshluta nemenda til þess að þeir muni eftir að slaka á í öllum líkam- anum (e: body-scan ). Kennarinn byrjar á höfðinu og heldur áfram niður á við og endar á tánum. Kennarinn hjálpar því nemendum að slaka á og gerir nemendum auðveldara fyrir að halda einbeitingu meðan á ferlinu stendur og lifa sig inn í slökunina. Blómið Kennarinn biður nemendur að finna sér stað í rýminu og taka sér stöðu á gólfinu. Nemendur eiga að ímynda sér að þeir séu fræ sem síðan breytist í blóm. Kennarinn talar um hvernig sólin skín og fræið byrjar að spíra. „Rigningin kom og ennþá stækkaði blómið. Blómið fór að blómstra. Býflugan settist á það og fékk sér hunang. Allt í einu fór að hvessa svo blómið fauk aðeins til í vindinum. Blómið hafði svo sterkar rætur að það færðist ekki úr stað. Stöngulinn fékk á sig nokkrar vindhviður. Blómið fór að fella krónublöðin og laufblöðin. Haustið var komið. Blöðin duttu hægt og rólega til jarðar. Stöngullinn var orðinn minni og hann dróst saman. Blómið sameinaðist loksins jörðinni.“ Kennarinn heldur áfram og talar um hvernig líkaminn verður þyngri og nefnir alla líkamshluta nemenda til þess að þeir muni eftir að slaka á í öllum líkamanum (e: body-scan ). Kennarinn byrjar á höfðinu og heldur áfram niður á við og endar á tánum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=