Skapandi dans - Handbók fyrir kennara
8 ný hreyfimynstur (Allen, 2009; Emslie, 2009). Þetta er þekking sem byggir á reynslu okkar, sem við getum treyst á. Lagt er upp með að nemandinn fái tækifæri til þess að tengja námsefnið við eigin reynslu og gera það að sínu svo það verði sem merkingarbærast. Til þess að nemandinn geti það þarf kennarinn að vera meðvitaður ummikilvægi fundinnar skynjunar ( e: felt sense ) því þar býr þekking okkar og reynsla. Fundin skynjun er bein líkamleg skynjun sem býr innra með okkur og við erum alltaf að nota. Við finnum fyrir þessari skynjun frá nafla upp að hálsi. Það að hlusta á fundna skynjun gerir okkur kleift að þekkja líkama okkar og okkur sjálf betur, og hjálpar okkur að öðlast betri sjálfstengingu (Gendlin, 1992; Johnson, 2007). Þess vegna er svo mikilvægt að kennarinn leiðbeini nemendum í að virkja allan líkamann og að nemendur sjái líkamann sem eina heild. Í íhugunarkennslufræði ( e: contemplative pedagogy ) er lögð áhersla á upplifun og umbreytingu nemenda. Þar er leitast við að hjálpa nemendum að verða sjálfstæðir hugsuðir sem geti nálgast námsefnið út frá persónu- legri reynslu. Þar er einnig talað um að nemendur þurfi tækifæri til þess að dýpka tengingu við námsefnið með því að leita inn á við og finna tengsl við efnið á sinn hátt. Þannig öðlist þeir dýpri skilning á viðfangsefninu ásamt því að kynnast sjálfum sér betur (Wangh, 2013). Íhugunarkennslu- fræði leggur jafnframt áherslu á að hugsa á mismunandi vegu og festast ekki í rökhugsun heldur opna á allar greindir. Gardner sagði að við hefðum öll þessar ólíku greindir en ræktuðum þær misvel. Til þess að geta ræktað þær þurfum við að leita inn á við og þjálfa okkur í að beita þeim (Barbezat og Pingree, 2012). Með íhugunarkennslufræði gefur kennari nemendum rými til að upp- götva hluti upp á eigin spýtur. Hann leggur línurnar en hefur þær frekar gegnsæjar og opnar og leyfir nemendum að fylla sjálfum upp í eyðurnar. Hann leyfir þeim að prófa og reyna á sjálfum sér. Þannig læra nemendur þegar þeir fá að uppgötva eitthvað á eigin forsendum. Námsferli nemenda krefst því mikillar sjálfsskoðunar, þolinmæði og örlætis gagnvart sjálfum sér. Mjög mikilvægt er að kennarinn styðji vel við nemendur sína í þessu sjálfsuppgötvunarferli. Hann verður að afsala sér ánægjunni af því að geta svarað öllum spurningum og átta sig á því að nemendur eru ekki endilega háðir honum í kennslustundinni. Nemendur læra ýmsa færni af kennurum sínum en ákveðna færni verða þeir að uppgötva upp á eigin spýtur (Wangh, 2013).
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=