Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

124 Nuddhringur Nemendur standa í þéttum hring og strjúka og nudda þann sem stendur fyrir framan þá. Klappað er á bakið og niður fæturna og upp aftur. Síðan snúa þeir sér við og gera það sama við þann sem stendur fyrir aftan. Nuddlestin Nemendur sitja í hring og snúa allir á hlið í sömu átt. Kenn- arinn stýrir ferlinu en nemendur gefa félaga sínum létt nudd. Þeir byrja á höfðinu en færa sig svo neðar á hálsinn, axlirnar og bakið. Síðan snúa allir sér við og æfingin er endurtekin á næsta manni. Uppgötva líkamann Æfingin er fyrir eldri nemendur og hentar fyrir hóp sem þekkist vel innbyrðis. Nemendur vinna í pörum en líka hægt að vera þrír saman. Kennarinn fær sjálfboðaliða og sýnir nemendum hvernig hægt sé að bera sig að og minnir þá á að fara varlega og sýna hver öðrum virðingu vegna þess að nemendur eru að vinna með snertingu og líkama annarra. Mikilvægt er að nemendur spjalli fyrst saman og fari yfir þau svæði sem þeir vilja ekki láta koma við sig. Nemendur koma ekki hver við einkastaði annars. Einn nemandi kemur sér þægilega fyrir á gólfinu eða á dýnu. Hann liggur afslappaður en ræður því hvort hann lokar augunum. Nemendur fá fimm mínútur til þess að uppgötva líkama samnemenda sinna og kanna hreyfingar mismun- andi líkamsparta. Nemendur nota hendurnar til þess að skoða og uppgötva hreyfifærni líkamshlutanna en þeir sem eru lengra komnir gætu prufað að nota sjálfan líkamann. Kennarinn fylgist með og gengur á milli nemenda og aðstoðar þá. Hann fylgist einnig með tímanum og þegar um fjórar mínúturnar eru liðnar fá nemendur tækifæri til að sýna samnemendum sínum umhyggju með því að nudda (strjúka, klappa, taka í) í nokkrar mínútur. Í lokin kemur rigningin , sem þýðir það að nemendur nota fingurna sem rigningardropa og leyfa þeim að ferðast niður líkama samnemenda sinna frá hvirfli til ilja (hratt). Síðan er skipt um hlutverk.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=