Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

122 Slökun Flestum finnst gott að fara í slökun. Kennarinn þarf þó að huga að stemningunni í rýminu en það getur hjálpað nemendumað komast inn í rétt hugarfar. Best er ef kennarinn getur úthlutað nemendum jógadýnum, jafnvel teppi og kveikt á fáeinum sprittkertum (til þess að skapa stemninguna) en annars getur líka verið nóg að dimma ljósin. Kennarinn þarf að minna nemendur á það að fara varlega þegar þeir eru að vinna með félaga og spyrja samnemendur sína um leyfi því í sumum slökunar æfingunum er áhersla lögð á snertingu. Nemendum þykir það misjafnlega þægilegt en það getur líka stafað af meiðslum. Kennarinn verður því að koma með aðrar lausnir, t.d. væri hægt að nýta „foam“-rúllu, eða nuddbolta eða leyfa viðkomandi nemanda að gera æfinguna með sjálfum sér. Kaflinn slökun skiptist í nokkrar æfingar og þær hafa allar sömu markmiðin. Aldursstig: 1.–10. bekkur. Markmið æfinganna er að auka: − samkennd í nemendahóp. − jákvæð samskipti. − djúpa slökun fyrir líkama og huga.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=