Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

118 Að setja upp dansverk Aldursstig: 8.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − leikni og skilning nemenda að taka þátt í skapandi ferli. − samvinnu nemenda. − skilning nemenda á lífi atvinnu- dansarans. − skilning og þekkingu nemenda til að skapa dansflokk og halda danssýningu. − leikni nemenda að tjá sig. − hæfni nemenda til að skapa sjálfir. Kennarinn biður nemendur að setja sig í spor atvinnudans- ara. Nemendur eiga að skapa atvinnudansflokk ásamt því að setja upp danssýningu. Nemendur skapa verk frá grunni ásamt því að hugsa um viðeigandi ráðstafanir til þess að setja upp dansverk. Í lokin fá nemendur að kynna verkefni sitt með því að halda lifandi fyrirlestur, sýna brot úr verkinu og segja frá hvernig gekk að skipuleggja danssýninguna. Kennarinn getur látið nemendur gera allt ferlið ef nægur tími gefst og jafnvel látið nemendur halda sýningu fyrir skólann (eða „túra“ um bæjarfélagið). Hérna eru nokkrir punktar sem er gott fyrir nemendur að hugsa um: — Hvert er markmiðið með verkinu? — Um hvað fjallar verkið? — Er boðskapur í verkinu? Eru dansarnir að reyna að segja eitthvað? — Hvaðan koma hreyfingarnar? — Velja rétta teymið. — Hver er markhópurinn? — Hvar verður sýningin haldin? — Sjálft sýningarrýmið: Hvernig lítur sviðið út? Hversu stórt er það? Er eitthvað á sviðinu? — Hugsa um sviðsmyndina. — Hvaða áhrif hefur tónlistin? — Prufukeyra tónlistina og athuga með tæknimál. — Hvaða ljósabúnaður er í boði? — Hvernig er gólfið? Þarf að fá lánaðan dansdúk? — Skipuleggja æfingatíma og generalprufu. — Búa til upphitunaræfingu saman eða hópeflishvatningu. — Búningsherbergi? Aðstaða til þess að skipta um föt. — Hvað með búninga og hár? — Almennur kostnaður. — Hægt að sækja um styrki? Hvaða styrki? — Auglýsingaherferð: Hvernig er hægt að kynna verkefnið? — Þarf að ráða ljósmyndara? Grafískan hönnuð? Ljósamann? Búningahönnuð? — Fáið þið greidd laun? — Er selt inn? — Framtíðin: Sækja um á erlendum og innlendum hátíðum?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=