Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

117 Minningar Æfingin fjallar um skemmtilegt atvik sem nemendur hafa upplifað sem síðan verður kveikjan að skapandi vinnu. Kennarinn leiðir nemendur í gegnum skrefin átta: 1. Tveir til þrír nemendur vinna saman. Þeir deila skemmtilegri minningu (reynslu/atviki). Nemendur segja frá því í smáatriðum og eru greinandi. 2. Nemendur eiga að finna í sameiningu sex hreyfingar (mega vera fleiri) út frá minningunum. Sumum gæti fundist gagnlegt að búa til nýja minningu/sögu úr minningunum, til þess að muna hreyfingarnar. Það er þó valfrjálst. 3. Hópurinn setur hreyfingarnar í ákveðna röð. Allir kunna dansinn. 4. Kennarinn parar hvern hóp saman við annan hóp, ef sá möguleiki er fyrir hendi, eða deilir hópnum svo úr verði glænýir hópar. Nemendur kenna hver öðrum dansinn og sameina þá. Nemendur mega klippa og líma dansinn eins og þeir vilja. 5. Síðan eiga nemendur að breyta dansinum með því að nýta sér þessi verkfæri: — Endurtaka spor — Hægt spor — Hratt spor — Stórt — Lítið — Frjósa 6. Bæta við enn öðrum eiginleikum: — Hljóðum/setningum frá minningunum. — Uppröðun/mynstur/ferðast/staðsetningar. 7. Sýna hver öðrum með og án tónlistar. Ásamt því að gefa hvert öðru uppbyggileg gagnrýni. „Hvað sáu þið? Um hvað er minningin?“ 8. Valkvætt: Allir dansa samtímis. Kennarinn getur tekið ferlið lengra og unnið meira með það. Hægt er að nýta sér verkfæri úr heildstæða ferlinu Að skapa sinn eigin dans (bls. 119) þeim til aðstoðar. Aldursstig: 5.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − hæfni nemenda í að skapa sjálfir. − skapandi hugsun og notkun ímyndunaraflsins. − samvinnu nemenda. − leikni og skilning nemenda að taka þátt í skapandi ferli. − leikni nemenda í að nýta sér ólík verkfæri í sköpun.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=