Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

116 Dæmi um beinagrind að sögu: „Jæja, góðan daginn. Ég heiti Indíana og ég er landkönnuð- ur. Vitið þið öll hvað landkönnuður er? Og hvað hann gerir? Já, það er sko rétt hjá ykkur. Ég ferðast nefnilega mikið og kanna óþekkt svæði. Síðast var ég í Afríku og það var alveg dásamlega fallegt þar! Ég fann bláa demantinn sem ég var búin að leita að í mörg ár. Hvað gerði ég við hann? Hann var í eigu konungsins í Lesótó svo ég skilaði honum. En vitið þið hvað ég sá í fréttunum í gær? Það er ný planta farin að sá sér hérlendis og hún heitir gljádepla. Rosalega falleg og fíngerð planta með fallegu ljósbláu blómi. Mig langar svo að fara að finna hana og taka mynd af henni. Ég var að spá hvort þið vilduð koma með mér í smá leiðangur? Æðislegt! Eigum við þá ekki bara að raða í bakpokann okkar. Hvað þurfum við að taka með okkur?“ Mikilvægt er að kennarinn viti hvernig hann ætlar að enda söguna. Í tilvikinu hér fyrir ofan þarf hann t.d. að vera búinn að ákveða hvað gerist þegar nemendur hafa fundið gljá- depluna. Þeir taka mynd af henni og halda síðan aftur heim. Í lokin er spjallað um ferðalagið og nemendur spurðir hvernig þeim fannst. Einnig er gagnlegt fyrir kennarann að nota nærumhverfi nemenda eða jafnvel kynna þeim nátt- úruperlur Íslands, og/eða kynna þeim fyrir óþekktummenn- ingarheimum og koma þannig með nýja þekkingu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=