Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

115 Í þessariæfingugefst kennaranumfæri áaðnýta ímyndunar- aflið og setja sig í hlutverk. Hann gæti nýtt sér barnabók eða einfaldlega búið til beinagrind að sögu. Mikilvægt að kennarinn viti hvernig sagan byrjar og endar en hún getur tekið breytingum í sögustundinni. Nemendur dansa söguna í sameiningu en kennarinn leiðir söguna. Kennarinn getur líka lagt ólíkar áherslur í hverri sögu fyrir sig en það fer eftir því hvað nemendur eru að vinna með hverju sinni. Kennar- inn vill að nemendur taki sem mestan þátt í sögunni sjálfri og að þeir geti haft áhrif á framvindu sögunnar. Gott er að hafa ákveðið markmið í sögunni svo nemendur viti til hvers er ætlast af þeim, t.d. gæti landkönnuður verið að leita að ísjaka, gullhring sem hann týndi, ömmu sinni o.s.frv. Dæmi um hugmyndir að vandamálum/hindrunum sem nemendur þurfa að finna lausn á: nemendur koma að stóru fljóti sem þeir þurfa að komast yfir, klífa hátt fjall, fara í gegnum göng, háan gróður, fara niður brattar brekkur, klifra upp í tré. Kennarinn getur t.d. leikið landkönnuð sem er á leið í leið- angur, til þess að skoða umhverfi sitt og náttúruna í kring. Nemendur og kennari sitja saman í hring. Það fyrsta sem gerist er að nemendur og kennari pakka ofan í bakpoka. Kennarinn fær aðstoð frá nemendum. Síðan getur hann ráðið hvað gerist næst en hann þiggur alltaf hugmyndir nemenda svo sagan getur breyst. Aldursstig: 1.–4. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − leikni nemenda í að sýna frumkvæði. − skapandi hugsun og notkun ímynd- unaraflsins. − leikni nemenda í að hreyfa sig frjálst innan ákveðins ramma. − skilning nemenda á áhrif þeirra á fram- vindu sögunnar. − samvinnu nemenda. Danssaga – Dansað í gegnum ævintýri

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=