Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

7 kynslóðum. Hann sagði að hugsun mannsins mótaðist af tungumáli, samskiptum og reynslu og að tungumálið væri því í lykilhlutverki í námi og þroska einstaklinga (Säljö, 2011). Vygotsky taldi að börn lærðu á samfélagið í gegnum leik. Þar notuðu þau ímyndunaraflið til þess að skapa persónur og aðstæður þar sem persónurnar fylgdu settum reglum sem tengdust hlutverki þeirra. Hann sagði að í leik hermdu börn eftir foreldrum sínum og/eða gildum sam- félagsins, því sem fyrir þeim væri haft og því sem þau sæu og upplifðu (Bodrova og Leong, 2003). Vygotsky er líklega þekktastur fyrir kenningu sína um svæði mögulegs þroska. Hún fjallar um muninn á þeim þroska sem hlýst annars vegar af því að barn er látið fást upp á eigin spýtur við lausn verkefnis og hins vegar af því að það leysir verkefnið með stuðningi. Stuðningurinn er stundum kallaður stoð (e: scaffolding ). Stoð er annaðhvort aðstoð fullorðins eða samvinna við dugmeiri eða virkari félaga. Barn getur gert meira ef það fær viðeigandi stuðning. Þegar líður á þarf það ekki aðstoð lengur heldur sinnir sama verkefni sjálfstætt. Af þessari ástæðu taldi Vygotsky mikil- vægt að hver nemandi fengi þá aðstoð sem hann þyrfti. Því má segja að Vygotsky hafi lagt mikið upp úr einstaklingsmiðuðu námi eins og Gardner (Aubrey og Riley, 2016; Chaiklin, 2003). Líkaminn Eins og komið hefur fram sögðu Laban og Gilbert að hreyfing væri okkur mönnunum lífsnauðsynleg til þess að skilja heiminn eða umhverfi okkar. Innra landslag líkama okkar skiptir jafn miklu máli því þar býr öll okkar reynsla og þekking. Innra landslagið hefur áhrif á hvernig við skynjum og skiljum heiminn í gegnum líkamann, í gegnum hreyfingu. Sómatísk nálgun skoðar þá innri upplifun líkamans sem gerir honum kleift að hreyfa sig á eðlislægan máta og lítur á líkamann sem eina heild. Með sóma- tískum aðferðum er lagður grunnur að heilbrigðum og sjálfbærum líkama ásamt því að létta undir líkamlegum athöfnum hversdagsins (Lobel og Brodie, 2006). Sómatísk nálgun í dansi fæst viðþað hvernignemandinn lærir í gegnum líkamann, hvernig hann líkamnar þekkingu og hvernig hann vinnur út frá sjálfum sér og færni eigin líkama. Að líkamna þekkingu í dansi er það að hlusta á viðbrögð líkamans og gefa honum færi á að öðlast dýpri skilning og þekkingu á dansinum (Román, 2010). Dansaranum er gefinn mögu- leiki á að ígrunda og rannsaka og uppgötva eigin færni út frá eigin líkama. Líkaminn hefur að geyma eðlislæga eða meðfædda þekkingu í kjarna sínum og með því að leyfa henni að brjótast út er hægt að koma frammeð

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=