Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

114 fyrir þau dýr sem kennarinn paraði saman. Þegar allir hafa skapað heimkynni fyrir dýrin er komið að því að útbúa heims- kort með öllum dýrunum, ásamt því að svara því hvernig þau geti lifað í sátt og samlyndi. Þar hjálpast allir nemendur að og kennarinn stýrir vinnuferlinu. Hann varpar einnig fram spurningum til hópsins til þess að auðvelda uppbyggingu heimskortsins. Dæmi um spurningar: — Hvað heitir plánetan sem dýrin lifa á? — Hvernig er veðráttan? — Hvernig er náttúran? — Hvaða dýr lifa á landi? Eða í sjó? Í síðasta tímanum er hægt að blanda hreyfingum dýranna (háttalagi þeirra) saman í einn stóran dýradans. Hægt er að leyfa þeim að gera það í minni hópum fyrst og síðan allir saman. Kennarinn stýrir ferlinu og aðstoðar nemendur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=