Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

113 Í byrjun tímans eru dýrin í náttúrunni þemað (íslensku húsdýrin, frumskógurinn o.s.frv.). Kennarinn kynnir ýmis dýr til sögunnar og leyfir nemendum að giska og herma eftir hreyfimynstri/háttalagi þeirra. Dæmi um dýr í náttúrunni eru: páfagaukur (efsta plan), fíll (stórar hreyfingar), músin (litlar hreyfingar), ormur (neðsta plan), skjaldbakan (hægar hreyfingar), blettatígurinn (hraðar hreyfingar). Kennarinn leggur áherslu á plönin þrjú, stærðir og mismunandi eigin- leika hreyfinga. Kennarinn getur einnig nýtt sér leikinn Um- breyting (bls. 43) þar sem nemendur vinna í hópum og um- breytast í dýrin sem eru á spjöldunum sem þeir draga. Kennarinn breytir síðan um stefnu og allir nemendur fá blað og liti og eiga að búa til sitt eigið dýr ásamt því að uppgötva hreyfimynstur þess. Nemendur eiga að skapa dýr sem er ekki til. Kennarinn getur líka rætt við nemendur um dýr í útrýmingarhættu og þau dýr sem hafa nú þegar dáið út eins og til dæmis geirfuglinn. Nemendur geta líka blandað saman dýrum. Annars fá nemendur tíma til þess að vinna í sínu eigin dýri en þurfa einnig að svara ýmsum spurningum um dýrið sitt, þarfir þess og heimkynni. Dæmi um spurningar: — Hvað heitir þessi tegund dýrs? — Hvar á það heima? — Hvað étur það? — Lýstu hreyfimynstri dýrsins. — Hvernig lítur það út? — Hverjir eru forfeður dýrsins? — Hvað lifir það lengi? Kennarinn hvetur nemendur til þess að æfa sig í að hreyfa sig eins og dýrið. Þegar nemendur hafa allir skapað sitt eigið dýr og velt þessum spurningum fyrir sér kynna þeir dýrið sitt fyrir samnemendum. Þeir sýna teikninguna sína, svara spurningum og sýna háttalag dýrsins. Allir fá að prufa að herma eftir því dýri. Síðan er það í verkahring kennarans að para dýrin saman því næst þegar nemendur hittast vinna þeir saman í hópum til þess að búa til heimkynni (teikna og lita heimkynnin) Aldursstig: 1.–4. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − leikni nemenda í að vinna sjálfstætt. − samvinnu nemenda. − jákvæð samskipti. − skapandi hugsun og notkun ímyndunaraflsins. − hæfni nemenda til að skapa sjálfir. − leikni og skilning nemenda að taka þátt í skapandi ferli. Dýraþema

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=