Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

112 Skrefin níu eru: 1. Tveir nemendur tala saman – spjalla um daginn sinn, t.d. hvað þeir gerðu í morgun. 2. Þeir eiga síðan að velja tvær hversdagshreyfingar hvor um sig, t.d. að tannbursta sig, þvo sér í framan, borða graut, teygja úr sér o.s.frv. sem þeir gerðu ummorguninn. 3. Síðan hjálpast nemendurnir tveir við að setja hreyfing- arnar saman í stuttan dans. Þeir eru þá komnir með 4 hreyfingar. 4. Kennarinn parar síðan hvert par saman við annað par (4 saman í hóp). Nemendur læra dansinn hver hjá öðrum og setja hann saman í einn (8 hreyfingar). Hægt er að láta nemendur endurtaka dansinn en það er líka hægt að búa til stærri hóp svo hann verði lengri. 5. Breyta dansinum: Nemendur verða að breyta að minnsta kosti fimm hreyfingum. Ein þarf að vera hæg, ein hröð, ein stór, ein lítil og ein frosin. Hinar hreyfingarnar halda sér óbreyttar. Kennarinn gæti einnig nýtt sér hreyfi- hugtökin ef nemendur hafa verið að fjalla um eitthvað ákveðið þema. T.d. gætu nemendur þurft að hreyfa sig út frá plönunum þremur. 6. Nemendur fá síðan að bæta við hljóðum (orðum, setn- ingum, klappi, blístri o.s.frv.) og þurfa að endurtaka eitt af sporunum. Þeir þurfa einnig að breyta mynstrinu/hvernig þeir standa. 7. Allir hóparnir dansa samtímis. Þeir semeru búnir á undan frjósa. Hægt er að dansa með og án tónlistar. Einnig er hægt að skipta nemendum niður í smærri hópa til þess að nemendur fái að upplifa að vera áhorfandi og/eða dansari og gefa hvort öðru uppbyggilega gagnrýni. 8. Valkvætt: Kennarinn getur líka beðið hópinn um að fletta af/afklæða verk sitt þannig að hversdagshreyfingarnar verði ekki svona bókstaflegar. Nemendur brjóta þær niður og gera þær næstum óþekkjanlegar. Nemendur sýna svo upprunalega dansinn og þann nýja. 9. Valkvætt: Ef kennarinn vill halda áframmeð ferlið er hægt að gera lengra dansverk með því að klippa og líma saman atriðin hjá öllum hópunum og setja saman í eitt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=