Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

111 Þessi æfing snýst um að skapa dans úr hversdagshreyfing- um. Nemendur eru paraðir tveir og tveir saman. Þessum níu skrefum er síðan fylgt eftir en kennarinn leiðir nemendur í gegnum þau. Þegar lengra líður á ferlið þá bendir kennarinn nemendum á að hugsa um hvar áhorfendur eiga að vera staðsettir og hvernig þeir ætla að nýta sér rýmið. Hversdagshreyfingar Aldursstig: 1.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − samvinnu nemenda. − jákvæð samskipti. − leikni nemenda í að breyta hversdags- hreyfingum í dans. − hæfni nemenda til að skapa sjálfir. − leikni nemenda að tjá sig. − leikni og skilning nemenda að taka þátt í skapandi ferli. − leikni nemenda í að nýta sér ólík verkfæri í sköpun.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=