Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

108 Skapa sameiginlegt handaband Nemendur vinna saman í pörum eða stærri hópum. Þeir búa til handaband sín á milli. Nemendur sýna afraksturinn og gefa hver öðrum uppbyggilega gagnrýni. Kennarinn stýrir umræðunni. Mögulegt er að setja handaböndin saman í stærra verk. Kennarinn gæti einnig notað þessa æfingu til þess að æfa nemendur í að vinna með talningu í dansi (átta), t.d. gæti handabandið verið fjórar áttur. Kennarinn getur líka látið nemendur vinna út frá tónlist svo þeir verða að fylgja takti tónlistarinnar. Hann gæti leyft þeim að prófa handa- bandið út frá ýmiss konar tónlist og þá verða hreyfingarnar annaðhvort hraðari eða hægari. Aldursstig: 1.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − samvinnu nemenda. − leikni nemenda í að skapa takt. − leikni nemenda í að telja (áttur) í dansi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=