Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

107 Taktur og tónlist Kennarinn byrjar á að spila ýmiss konar tónlist og nemendur fá tækifæri til að hlusta á taktinn og reyna síðan að telja hann. „Hvernig teljum við þetta lag? Er takturinn hægur? Hraður?“ Kennarinn spilar síðan tónlist þar sem nemendur geta talið áttur (frá einum upp í átta). Nemendur eiga að dansa í eina áttu og frjósa í eina áttu, og endurtaka aftur og aftur. Kennarinn skiptir ört um lög svo hreyfingar nemenda breytast eftir takti tónlistarinnar. Takthringur Kennarinn klappar ólíka takta og nemendur herma eftir. Hann getur einnig notað kroppaklapp. Nemendur fá svo einnig að klappa sinn eigin takt. Kanon Nemendur vinna tveir og tveir saman. Einn nemandi byrjar að gera fjórar hreyfingar (fjóra takta). Félagi hans horfir á hann gera en hermir svo eftir hreyfingum hans. Hann bíður semsagt í fjóra takta, gerir sjálfur fjóra takta og saman gera þeir því eina áttu. Svona heldur þetta áfram þangað til kenn- arinn segir þeim að skipta um hlutverk. Aldursstig: 1.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − leikni nemenda í að telja (áttur) í dansi. − skilning nemenda á takti. − taktvísi. − hlustun og einbeitingu. Aldursstig: 1.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − taktvísi. − leikni nemenda að líkja eftir hreyfingum annarra. − leikni nemenda í að skapa takt. − hlustun og ein- beitingu. Aldursstig: 1.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − skilning nemenda á takti. − leikni nemenda í að telja (áttur) í dansi. − hlustun og einbeitingu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=