Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

105 Hver er síðastur? Nemendur fara í kapphlaup. Nemendur standa við vegginn öðrum meginn í stofunni og eiga að komast yfir rýmið eins hægt og þeir geta. Sá sem er síðastur vinnur kapphlaupið. Kennarinn getur t.d. gefið nemendum fimm mínútur til þess að klára æfinguna. Ásadans með ólíkum hraðabreytingum Kennarinn skiptir rýminu í fjóra jafnstóra hluta og setur ás í hvert hornið. Ásarnir merkja ólíkan hraða, t.d. væri hægt að hafa að hjarta- og tígulás merkja miðlungs hraða, spaðaás merkir hægan hraða og laufaás merkir að nemendur eiga að dansa hratt. Nemendur þurfa því að hreyfa sig á ólíkum hraða eftir svæðunum. Þegar kennarinn stoppar tónlistina þá eiga nemendur að frjósa þar sem þeir eru og kennarinn dregur spil úr spilastokknum, t.d. spaðatvist. Allir þeir sem eru í spaðasvæðinu detta út en hinir halda áfram. Í lokin verður einn sigurvegari. Aldursstig: 1.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − skilning nemenda á ólíkum hraða. − einbeitingu. Aldursstig: 1.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − skilning nemenda á ólíkum hraða. − leikni nemenda í að nýta mismunandi hraða í hreyfingu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=