Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

6 Gilbert leggur einnig sérstaka áherslu á uppbyggingu kennslu- stundarinnar og að hún sé sú sama frá einni stund til annarrar til þess að veita nemandanum öryggi. Það er einnig gott að byggja hverja kennslu- stund á ákveðnu þema sem er rauði þráðurinn út alla kennslustundina og hugsa um að byggja hana á upphafi, miðju og enda. Gilbert skiptir kennslustundinni upp í fimm hluta: upphitun, kanna þemað, æfa færni, sköpun og lok . Tímalengd hvers hlutar fer eftir tíma kennslustundarinnar og áherslum kennarans. Upphitun einblínir á að virkja huga og líkama og gera nemendur tilbúna til að takast á við kennslustundina. Kanna þemað er þáttur þar sem kennarinn upplýsir nemendur um þema kennslustund- arinnar og fær þá til þess að spjalla, líkamna og prófa þemahugtakið. Æfa færni er þar sem nemendur læra tækni. Þeir æfa færni sína í þema dagsins og það geta verið nokkrar æfingar. Oftast er mesti tíminn gefinn í sköpunarþáttinn þar sem unnið er út frá spuna eða nemendur fá að skapa sitt eigið dansverk. Síðan er það lokin en mikilvægt er að enda tímann með öllum nemendum (Gilbert, 2019). Kennsla Sálfræðiprófessorinn Howard Gardner er þekktastur fyrir að leggja fram fjölgreindakenninguna. Hann talar um að allir séu með átta greindir en hafi mismikla færni í þeim. Greindirnar eru: málgreind, rök- og stærð- fræðigreind, rýmisgreind, líkams- og hreyfigreind, tónlistargreind, sam- skiptagreind, sjálfsþekkingargreind og umhverfisgreind. Gardner tekur það skýrt fram að greindirnar starfi alltaf saman en það sé mikilvægt að leggja rækt við hverja og eina þeirra. Listkennarar voru yfir sig ánægðir þegar Gardner setti kenningu sína fram þar sem loksins kom í ljós að til þess að stunda listir þarf ekki að hafa meðfædda hæfileika og hægt er að rækta og fóstra mismunandi greindir í gegnum listir. Listir ættu því að vera hluti af kjarnagreinunum í skólanámskrám. Gardner talaði einnig um mikilvægi fjölbreytts námsmats til þess að ná til sem flestra nemenda. Kennarinn þarf að vera tilbúinn til að koma til móts við hvern nemanda og veita honum viðeigandi stuðning. Gardner leggur mikið upp úr ein- staklingsmiðuðu námi (Armstrong, 2000). Lev Vygotsky, sálfræðingur og kennari, skoðaði hvernig maðurinn gæti umbreytt heiminum í gegnum vinnu sína, einn eða í samvinnu við aðra, og hvernig það mótaði hann sem félagsveru. Hann sagði að hugsanir, tilfinn- ingar, og samskiptamynstur manna mótuðust í samskiptum. Vygotsky fjallaði einnig um mikilvægi tungumálsins og áhrif þess á nám og þroska einstaklinga. Hann sagði tungumálið sameiginlegt verkfæri sem léti í ljós mikilvæga reynslu samfélagsins og gerði hana aðgengilega nýjum

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=