Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

103 Hraði á spjöldum Nemendur vinna saman í hóp. Hver hópur fær fjögur spjöld frá kennaranum en á þeim eru myndir af dýrum sem tákna mismunandi hraðabreytingar (hægt, miðlungs og hratt). Nemendur eiga að skapa hreyfingu fyrir hvert spjald og sýna hraða dýrsins í hreyfingunni. Þeir mega sjálfir ráða uppröðun spjaldanna. Nemendur sýna hver öðrum og fá líka að segja hvað þeir sáu. Síðan fá þeir önnur spjöld til þess að gera aftur. Hægt er að finna myndir af skjaldböku (hægt), slöngu (miðlungs) og blettatíg (hratt) sem tákna mismunandi hraða- breytingar í Myndrænar útskýringar (bls. 160). Einnig væri hægt að láta eldri nemendur draga spjöld með orðunum: hægt, miðlungs og hratt. Hver hópur gæti dregið að minnsta kosti 8 miða til þess að nýta sér til að skapa dans út frá ólíkum hraðabreytingum. Aldursstig: 1.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − skilning nemenda á ólíkum hraða. − leikni nemenda í að nýta mismunandi hraða í hreyfingu. − samvinnu nemenda. Tónlist og túlkun Kennarinn setur á ýmis lög og nemendur hreyfa sig eftir hraða tónlistarinnar. Einnig er hægt að fara í stoppdans með þessum áherslum. Hægur, hraðari, hraðastur Kennarinn skiptir rýminu í þrjá hluta. Fyrsti hlutinn er fyrir hraðan dans, annar fyrir miðlungs hraðan dans og sá þriðji fyrir hægan dans. Nemendur byrja öðrum megin og eiga að dansa í gegnum öll svæðin, tveir til þrír í einu. Síðan er hægt að leyfa nemendum að flakka á milli svæðanna eins og þeir vilja. Til þess að skipta niður rýminu gæti kennarinn fengið nemendur til þess að teikna þrjú dýr sem tákna ólíkan hraða. Aldursstig: 1.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − skilning nemenda á ólíkum hraða. − leikni nemenda í að nýta mismunandi hraða í hreyfingu. Aldursstig: 1.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − skilning nemenda á ólíkum hraða. − leikni nemenda í að nýta mismunandi hraða í hreyfingu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=