Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

6 TÍMI Kaflinn Tími leggur áherslu á hraðabreytingar og rytma í hreyfingum líkamans. Tími er mælieining í daglegu lífi okkar. Hvenær við förum að sofa, hvenær við vöknum, árstíðirnar, jólafríið, kennslustundin, allt er þetta háð tíma. Við höfum skipulagt daginn frá því að við vöknum og þangað til við förum að sofa með klukkunni. Hver hreyfing tekur tíma og við getum hreyft okkur á ólíkum hraða og í ólíkum takti. Tíminn skiptist í tvo undirflokka sem eru hraði og taktur .

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=