Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

100 Snjóboltinn Kennarinn stýrir æfingunni til að byrja með. Hann biður nemendur að búa sér til snjóbolta og kasta honum, horfa á eftir boltanum og hreyfa sig í áttina að honum. Síðan búa sér til nýjan bolta til þess að kasta aftur. Svona gengur þetta koll af kolli. Nemendur geta líka unnið allir saman eða í pörum og kastað snjóboltanum á milli sín. Kennarinn getur einnig kallað upp ákveðna hluti eða liti sem eru í rýminu sem nemendur eiga að kasta snjóboltanum í. Fókus eða dreifður fókus Kennarinn stýrir æfingunni. Kennarinn kallar upp ólíka lík- amsparta og biður nemendur að vinna með annað hvort fókus eða dreifðan fókus. Dæmi: Nemendur byrja t.d. að dansa með annarri hendinni í persónulega rýminu og fókusinn er á hendinni. Nemendur gefa hendinni alla sína athygli. Nemendur geta líka dansað með annarri hendinni í persónulega rýminu en eru með dreifðan fókus. Þá eru nemendur að horfa á allt sem er að gerast í kringum þá, ekki bara hendina. Liðsforingi Nemendur skiptast á að leiða hreyfingar hópsins. Kennar- inn kallar nafn eins nemanda og hinir nemendurnir eiga að beina allri athygli að honum og herma eftir hreyfingum hans. Kennarinn getur verið fljótur að skipta um nemanda til að fókusinn dvelji ekki lengi á sama stað. Kennarinn getur einnig gefið nemendum færi á að vera áhorfendur og skiptir þá bekknum til helminga. Annar hópurinn byrjar, kennarinn stýrir æfingunni til að byrja með, en síðan geta nemendur skipst á að kalla nöfnin sín. Reglan er sú að bara má kalla sitt eigið nafn. Síðan er skipt. Aldursstig: 1.–4. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − leikni og skilning nemenda á fókus og dreifðum fókus. − skapandi hugsun og notkun ímynd- unaraflsins. Aldursstig: 1.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − leikni og skilning nemenda á fókus og dreifðum fókus. Aldursstig: 1.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − skilning nemenda á fókus. − leikni nemenda í að sýna frumkvæði.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=