Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

98 Skapa dans með því að nýta stefnurnar Nemendur vinna í pörum eða þrír og þrír saman. Nemendur skapa dans sem leggur áherslu á að ferðast um rýmið í mis- munandi áttir. Þeir fá blöð (eða geta notað kortið sitt, bls. 88) og teikna hvernig þeir vilja hreyfa sig um rýmið með því að nota stefnurnar. Þeir ráða hvernig þeir ferðast um hvort það séu ákveðin spor, ganga, hlaupa, skríða, valhoppa o.s.frv. Nemendur sýna afraksturinn ásamt því að útskýra teikning- una. Aldursstig: 1.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − skilning nemenda á ólíkum stefnum. − hæfni nemenda til nýta stefnur í sköpun. − leikni nemenda í að skrásetja hreyfingar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=