Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

97 Ólíkar stefnur Kennarinn biður nemendur að ferðast yfir rýmið á mismun- andi hátt til þess að kynnast ólíkum stefnum. Nemendur geta gengið/hlaupið/dansað: fram, aftur, til hliðar, ská, sikksakk, hlykkjótt o.s.frv. Hægt er að nýta límband eða keilur til að gera leiðina sjáanlegri. Strengjabrúða Nemendur vinna tveir og tveir saman. Ímyndaðir strengir eru fastir við ólíka líkamsparta. Nemendur stjórna hvor öðrummeð því að toga í ímyndaða strengi til þess að hreyfa strengjabrúðuna. Kennarinn getur beðið nemendur að reyna að láta strengjabrúðuna sína standa upp frá gólfinu og komast yfir rýmið. Klöppin þrjú Í þessari æfingu fá nemendur að kynnast áttunum, upp og niður. Kennarinn klappar eitt til þrjú klöpp og merkja þau öll ákveðnar hreyfingar. Eitt klapp = setjast, tvö klöpp = standa upp og þrjú klöpp = hopp. Einnig getur kennarinn bætt við klöppum sem gætu merkt hinar áttirnar, t.d. fjögur klöpp = gera snúning til hægri eða vinstri. Aldursstig: 1.–7. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − skilning nemenda á ólíkum stefnum. − leikni nemenda að hreyfa sig eftir ólíkum stefnum. Aldursstig: 1.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − skilning nemenda á ólíkum stefnum. − leikni nemenda að hreyfa sig eftir ólíkum stefnum. − skapandi hugsun og notkun ímynd- unaraflsins. Aldursstig: 1.–7. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − skilning nemenda á ólíkum stefnum. − leikni nemenda að hreyfa sig eftir ólíkum stefnum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=