Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

95 Lítið, meira, mest Nemendur byrja að dansa eins smátt og þeir geta og byrja einungis að hreyfa vísifingur annarrar handar. Þegar kennarinn segir bætast hinir fingurnir hægt og rólega við, síðan höndin, handleggurinn, öxlin, hálsinn, höfuðið, hinn handleggurinn, höndin, fingurnir, efri líkaminn, fótur og hinn fóturinn. Nemendur eru þá farnir að dansa með öllum líkam- anum. Kennarinn leiðbeinir nemendum aftur tilbaka, svo hreyfingarnar verða færri og minni. Að halda sömu fjarlægð Nemendur vinna tveir og tveir saman. Nemendur byrja á því að standa á móti hvor öðrum og eiga að halda sömu fjarlægð á milli sín. Þeir byrja til dæmis að vinna með stóra fjarlægð, síðan meðal og loks litla en þeir eru alltaf á hreyf- ingu. Nemendur byrja á að ganga um rýmið og geta svo leikið sér með hraðabreytingar (bls. 102) og plönin þrjú (bls. 89) þegar þegar þeir hafa áttað sig á æfingunni. Þegar líða fer á getur kennarinn bætt við æfinguna að nemendur geta rænt félaga hver annars, með því að fara á milli nemenda og myndað nýtt par (með augnsambandi). Skapa dans með aðstoð dýranna Nemendur vinna í hópum. Þeir velja sér fjögur dýr til að vinna með en hvert dýr á að gera þrjú spor í takt við stærð sína. Nemendur skapa dýradans úr sporunum og sýna hver öðrum. Nemendur fá tækifæri til þess að giska á öll dýrin. Kennarinn getur síðan aðstoðað nemendur að setja dansana saman í eitt dansverk. Aldursstig: 1.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − skilning nemenda á stærð. − leikni nemenda í að nýta stærð í hreyfingum. Aldursstig: 1.–10. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − skilning nemenda á stærð. − leikni nemenda í að nýta stærð í hreyfingum. Aldursstig: 1.–4. bekkur. Markmið æfingarinnar er að auka: − skilning nemenda á stærð. − leikni nemenda í að nýta stærð í hreyfingum. − samvinnu nemenda.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=