Skali 3b kennarabók

Skali 3B Kennarabók • 8542 • © 2017 Menntamálastofnun VI Hæfnimarkmið Námsmarkmið Markmið með kennslunni eru að nemandinn geti Nemandinn á að læra að Kafli 1 Skali 3A • gert útreikninga varðandi neyslu, notkun kreditkorts, tekjur, lán og sparnað, sett fram fjárhagsáætlun, gert bókhald með töflureikni, gert grein fyrir útreikningum og kynnt niðurstöður Laun, fjárhagsáætlun og bókhald • reikna út laun og skatt • setja fram skilmerkilega fjárhagsáætlun með töflureikni • gera greinargott bókhald með því að nota töflureikni • útskýra útreikninga og kynna fjárhagsáætlun og bókhald • reikna með virðisaukaskatti Lán og sparnaður • reikna út vexti af bankainnistæðu • reikna út fjölda vaxtadaga • reikna með vaxtavöxtum • gera útreikninga varðandi neyslu • gera útreikninga varðandi notkun kreditkorts • skilja muninn á mismunandi tegundum lána • gera útreikninga sem varða lán með jöfnum afborgunum Virðisbreyting • reikna út endurtekna hækkun og lækkun í prósentum Kafli 2 Skali 3A • rannsakað og lýst eiginleikum tví- og þrívíðra forma og hluta og notað eiginleikana í tengslum við rúmfræðilegar teikningar og útreikninga • gert, lýst og rökstutt rúmfræðilegar teikningar með hringfara og reglustiku og með rúmfræðiforriti • notað og rökstutt notkun einslögunar og Pýþagórasarreglunnar til að reikna út óþekktar stærðir • túlkað og gert vinnuteikningar og fjarvíddarteikningar með fleiri en einum hvarfpunkti, með og án stafrænna hjálpartækja • reiknað með slumpreikningi og fundið lengd, ummál, horn, flatarmál, yfirborðsflatarmál, rúmmál, tíma, hraða og eðlisþyngd og notað og breytt mælikvarða • rannsakað, gert tilraunir með og sett fram röksamlega fullyrðingu með því að nota rúmfræðilegar hugmyndir og gert grein fyrir rúmfræðilegum tengslum sem eru mikilvægar í tæknigreinum, listum og arkitektúr • notað tölur og breytur til að kanna, gera tilraunir og leysa hagnýt og fræðileg verkefni í tengslum við tæknigreinar og hönnun Þríhyrningsútreikningar • reikna út lengd óþekktrar hliðar í rétthyrndum þríhyrningi • reikna út lengd hliða í sérstökum tegundum þríhyrninga • færa rök fyrir hvers vegna form eru einslaga • reikna út lengd hliða í einslaga myndum Landakort og mælikvarði • finna mælikvarða sem hlutfall milli eftirmyndar og frummyndar • nota mælikvarða til að reikna út fjarlægðir á landakorti • búa til og nota vinnuteikningar Fjarvíddarteikningar • bera kennsl á og lýsa mismunandi notkun fjarvíddar á myndum og teikningum • teikna skissur með einum eða fleiri hvarfpunktum Tækni, listir og arkitektúr • þekkja nokkrar byggingatæknilegar meginreglur • þekkja mikilvæga eiginleika þríhyrninga • útskýra einkenni gullinsniðs

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=