Skali 3b kennarabók
Bættu þig! Skali 3B Kennarabók • 8542 • © 2016 Menntamálastofnun 40 Æfingahefti Blaðsíða 7475 Ábendingar Nemendur eiga að velja út frá niðurstöðum á áfangaprófinu verkefni sem við eiga til að ná námsmarkmiðunum. Áætlun er gerð með nemendum um hvað þeir þurfi að vinna sérstaklega með. Einnig væri hægt að láta hvern nemanda gera sína vinnuáætlun og skilgreina að hvaða markmiðum þeir þurfi sérstaklega að vinna. Á þessari opnu eru blönduð verkefni um líkur á fleiri en einum atburði samtímis, líkur þegar dregið er með og án skila, líkur þegar um andstæða atburði er að ræða og greining á spilum. 5.43 Nemendur gætu líka útbúið hermun með því að nota miða. Skrifið D (fyrir drengur) á 18 miða og S (fyrir stúlka) á 12 miða og setjið í krukku. 5.44 Ef ekki er gangbraut með umferðar- ljósum í nágrenninu mætti ef til vill stilla sér upp fyrir framan kennara- stofuna og skrá hvort næsti kennari eða starfsmaður býður góðan dag eða ekki þegar hann gengur fram hjá. Afbrigði : Stillið ykkur upp framan við hverfisbúðina og skráið hvort þeir sem koma út úr búðinni séu með fleiri en einn poka með vörum. 5.45 Líkurnar á að spáin standist liggur á milli 1 __ 1 · 7 ___ 10 · 1 __ 2 = 7 ___ 20 , þ.e.a.s. 35% líklegt, og 7 ___ 10 · 1 __ 2 · 0 __ 1 = 0, þ.e.a.s. 0% líklegt. 5.46, 5.48—5.49 Verkefnin eru um hermun. Nemendur gætu stungið upp á fleiri mögulegum leiðum til að herma en bent er á í verkefninu. Þegar margar mismun- andi leiðir til að leysa þraut standa til boða hvetur það nemendur til að velja hentugustu aðferðina. Með töflureikni er hægt að herma eftir mörgum tilraunum á mjög stuttum tíma. Þannig er hægt að fá niður- stöður sem nálgast fræðilegar líkur. Erfiðari verkefni – Ýmis verkefni Lúdó-spil – Bæjarferð Búnaður: Spilaborð (verkefnablað 3.5.4), peð eða kubbar og 10-verpill Fjórir – fimm þáttakendur (ef færri eru í hópnum verða allir að bíða eftir öllum aðeins of oft) Spilið er einföld hermun á bæjarferð. Áður en nemendur byrja verða þeir að koma sér saman um hvaða gildi á verplinum eigi að merkja hvað. Allir hafa peð sem er sett á byrjunar- punktinn. Spilið um hver eigi að byrja og haldið reglu á umferðunum. Fyrsti reitur er strætóferðin. Nemandi setur sitt peð í reitinn, kastar teningnum og athugar hvað gerist. Hann lætur peðið standa á reitnum þar til hann/ hún hefur hefur beðið eins lengi og mælt er fyrir um. Nemendur gætu gjarnan búið til eigið afbrigði af spilinu með fleiri og öðrum stoppum og raunhæfum prósentutölum. Spilið má greina nánar samkvæmt þemanu „samsettir atburðir“. Nemendur eru spurðir: – Hve miklar líkur eru á að leikmaður noti stysta mögulegan tíma? – Hve miklar líkur eru á að leikmaður noti lengsta mögulega tíma? – Hve miklar líkur eru á að leikmaður fari bæði á safn og á bíó en borði ekki á veitingahúsi? Nemendur geta búið til svipuð verkefni hver fyrir aðra. Stærðfræðiorðalistar Kennari lætur nemendur vinna saman tvo og tvo við búa til stærð- fræðiorðalista fyrir kaflann. Hann getur orðið stuðningur við upprifjun á þemum kaflans. Gott er að skrifa orðin upp í tölvu með skýringum, stækka þau og hengja upp sem veggspjald í kennslustofunni. Nemendur geta kynnt orðalistana hver fyrir öðrum.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=