Skali 3b kennarabók

Í stuttu máli Kafli 5 • Líkindareikningur 39 Æfingahefti Blaðsíða 7273 Ábendingar Vinna má með samandregin náms- markmið, sýnidæmi og tillögur að lausnum í kaflanum Í stuttu máli á mismunandi vegu. Kennari lætur nemendur lesa yfir hvert námsmark- mið tengt sýnidæmi og tillögu að lausn. Þeir ræða hugtök og skrá hjá sér hvort það sé eitthvað sem þeim finnst vera erfitt eða langar til að vinna meira með í kaflanum Bættu þig! Dregin eru fram eldri sjálfsmatseyðu- blöð sem nemendur hafa unnið að í kaflanum. Nemendur ættu nú að mynda sér skoðun á stöðu sinni með tilliti til námsmarkmiða kaflans. Það getur hjálpað þeim að skipuleggja vinnuna í síðasta hluta kaflans. Hér er möguleiki á að leggja fyrir áfangapróf til að kortleggja hvaða færni nemendur hafa til að bera eftir að hafa unnið um tíma með 5. kafla í Skala 3B . Niðurstöðurnar sýna fram á hverju hver og einn nemandi hefur náð valdi og að hverju þeir þurfa að vinna betur í kafla 5. Prófið er ekki ætlað til að gefa einkunn fyrir. Niðurstöðurnar geta gefið vísbendingu um hvernig eigi að fara með síðasta hluta kaflans. Ef það eru tiltekin svið sem þarf að veita meiri athygli í vinnunni framundan er hægt að velja verkefni úr blaðsíðunum Bættu þig! í kafla 5. Endurgjöf til nemenda eftir áfanga- prófið felur í sér góð ráð um hvað þeir geta gert til að ná markmiðum kaflans. Þeir geta sjálfir valið um frekari vinnu í Bættu þig! – síðunum eða önnur verkefni út frá niður- stöðum úr áfangaprófinu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=