Skali 3b kennarabók

Kafli 5 • Líkindareikningur 37 Æfingahefti Faglegt innihald • Notkun krosstöflu, Vennmyndar og líkindatrés • Líkur í spilum Búnaður • Spilastokkar • Smápeningar • Teningar • Kubbar/pinnar eða annað til talningar Blaðsíða 6869 Ábendingar Í talbólunni er rætt um orðið „eða“ milli tveggja atburða í líkindareikningi (dæmi 5.34). „Eða“ merkir hér allar útkomur í sammenginu. Á Vennmynd er þá átt við atburði innan annars hvors mengisins eða í sniðmenginu það er að segja atburð sem tilheyrir báðum mengjunum. 5.37 Í raunveruleikanum er ekki jafn líklegt að eignast stúlkur eins og drengi. Í öllum löndum fæðast venjulega nokkru fleiri drengir en stúlkur. Í Noregi fæðast milli 103 og 108 drengir á móti hverjum 100 stúlkum. Tölfræði fyrir árin 1866–2008 segir að hlutfallið hafi verið 51,4% drengir og 48,6% stúlkur. Að auki eru meiri líkur á að eignast stúlku ef fyrsta barn hefur verið stúlka. Myndritið sýnir hvernig það breytist eftir því sem fólk eignast fleiri börn. Það er ekkert sem bendir til þess að þetta sé öðruvísi á Íslandi. Samkvæmt tölum frá Hag- stofunni fyrir árið 2015 fæddust 1054 drengir á móti 1000 stúlkum eða 51,3% drengir og 48,7% stúlkur. Ýmis verkefni – Þrjú einföld spil fyrir tvo Hægt væri að setja vinnuna upp á þremur stöðum þar sem nemendur fara á milli spilanna þriggja. Þá þarf minni búnað og nemendur geta þá hreyft sig á meðan þeir eru að skipta um spil. Spilin eru kynning á þemanu réttlát og óréttlát spil. Áður en nemendur fara að spila ættu þeir að ræða hvað þeir haldi um útkomurnar. 0 47 48 49 50 51 52 53 4 3 2 1 0 Prósentur Fjöldi drengja fæddir áður 1 Kvinner fødtom lag1935-1991.Kvinnermed flerlingerogkvinner født iutlandetavutenlandske foreldreer tattmed Kilde:Samfunnsspeilet3/2009, Befolkningsstatistikk,Statistisksentralbyrå. Drengir Stúlkur Lorem ipsum Þeir lesa spilareglurnar og færa rök fyrir því hvor þeirra þeir haldi að muni vinna. Áður en nemendur byrja að spila setur kennari upp þrjár niður- stöðutöflur á töfluna fyrir hvert spilanna þriggja. Þar geta allir skráð niðurstöður sínar eftir hvert spil. Töflurnar verða undirstöðugögn undir umræður eftir á um niðurstöður í hverju einstöku spili. – Eru spilin réttlát eða ekki? 1 Spil með spilastokk 2 Spil með peningi 3 Spil með teningi A vinnur B vinnur A vinnur B vinnur A vinnur B vinnur Öll spilin eru fyrir tvo leikmenn. Ef fjöldi nemenda er oddatala verður einn hópurinn að vera þrír nemendur og skiptast á um að spila hver við annan. Spilin eru rædd í verkefni 5.38 á bls. 71. Grundvallarfærni Það að nemendur þurfa að velja mismunandi myndrit eftir aðstæðum gerir það að verkum að nemendur þróa með sér skriflega færni til að framkvæma einfalda líkindareikninga. Spilin örva nemendur til munnlegrar færni með því að koma orðum að hugsunum sínum um hvers vegna annar leikmaðurinn eigi meiri möguleika á að vinna. Einfaldari verkefni Það að æfa sig að lesa og túlka og gera sjálf(ur) Vennmynd, krosstöflu og líkindatré getur skýrt aðstæður sem erfitt er að hafa yfirsýn yfir. Kennari kennir nemendum að nýta sér þessar aðferðir við vinnuna við líkindareikning þannig að þeir eigi auðveldara með að fá yfirsýn yfir aðstæðurnar. Erfiðari verkefni – Ýmis verkefni Virkt val – satt eða ósatt Viðfangsefni fyrir allan bekkinn. Kennari les upp staðhæfingar fyrir bekkinn. Nemendur eiga að sýna á virkan hátt hvort þeir haldi að staðhæfingin sé sönn og allir eru með. Kennari metur út frá bekknum hvort nemendur eigi að svara til dæmis með því að standa upp og ganga á einhvern tiltekinn stað ef staðhæfing er sönn eða með því að sitja kyrrir í sæti sínu og sýna grænt spjald ef þeir telja að staðhæfingin sé sönn. Hægt er að nota opið rými þar sem allir nemendur eru saman- komnir í miðju þess. Þeir sýna þá afstöðu sína með því að ganga til hægri eða vinstri. Þeir sem eru ekki vissir verða þá áfram í miðjunni. Svo má spyrja nemendur hvers vegna þeir hafi valið að standa þar sem þeir eru. Þá fá nemendur tækifæri til að færa rök fyrir vali sínu. Nemendur mega líka breyta um afstöðu á meðan á umræðunni stendur. Breyta má til með því að nemendur ræði saman tvö og tvö áður en þeir ákveða endanlega hvort þeir telji að stað- hæfingin sé rétt eða ekki. Hugmyndir að staðhæfingum: A Ég kastaði teningi fimm sinnum án þess að fá sexu, þá mun ég fá sexu í næsta kasti. ósatt B Fyrir þá sem eignast tvö börn þá eru jafn miklar líkur á að eignast tvær stúlkur og að eignast eina stúlku og einn dreng. ósatt C Þegar þú kastar tveimur teningum þá eru meiri líkur á að summan verði sjö en sex. satt D Ef talan 15 hefur ekki verið dregin út í Lottó síðustu tíu vikur, þá er arðvænlegt að velja 15 á seðilinn sinn. ósatt E Sá sem vinnur stóran vinning í happdrætti ætti ekki að spila aftur því líkurnar á að vinna aftur eru miklu minni. ósatt F Það eru minni líkur á að vinna meira en eina milljón í Lottó tvisvar en einu sinni. satt G Peð mótspilara þíns í Ludo er fjórum reitum fyrir framan þitt peð. Líkurnar á að hitta á reit mótspilarans og reka hann heim í næsta kasti er ¼ ósatt það er 1/6 H Líkurnar á að fá Yatzy með fimm teningum í einu kasti er jafn miklar og líkurnar á að fá fjóra þrista í einu kasti með fjórum teningum. satt Nemendur mættu einnig spreyta sig á að búa til staðhæfingar og koma með tillögur um hvort þær eru sannar eða ósannar. Staðhæfingarnar má svo leggja fyrir bekkjarfélagana. 5.32–5.34 5.49–5.51 5.65–5.69

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=