Skali 3b kennarabók

Skali 3B Kennarabók • 8542 • © 2016 Menntamálastofnun 36 Æfingahefti 5.30, 5.31 5.45–5.48 5.62–5.64 Blaðsíða 6667 Faglegt innihald • Líkur á andstæðum atburðum • Notkun krosstöflu og Venn- myndar Búnaður • Smápeningar • Teningar • Rökkubbar Ábendingar Sýnidæmi 9 Kennari ræðir við nemendur um orðanotkun í dæminu. Orðasam- bandið „að minnsta kosti eina sexu“ þýðir í þessu tilviki eitt af þessu: ein, tvær eða þrjár sexur. Það þýðir að þú getur fundið líkur á að finna að minnsta kosti eina sexu á einfaldari hátt heldur en að leggja saman líkur á að fá eina sexu, tvær sexur og þrjár sexur. Þú getur sem sagt fundið andstæðu líkurnar, líkur á andstæða atburðinum, að fá ekki neina sexu. 5.28—5.29
 Andstæða atburði má einnig kalla fylliatburði. Summan af líkum á fylliatburðunum tveimur er jöfn 1. 5.30 Í b-lið verða nemendur að vita að 26 af 52 spilum í spilastokk eru rauð. Sýnidæmi 10 Hér tökum við til athugunar tvo atburði þar sem útkomur skarast. Það er að segja að það er ekki annað hvort – eða eins og fá upp sexu eða ekki, heldur að báðir atburðir geta átt sér stað samtímis eins og til dæmis að eiga bæði hund og kött. Hægt er að setja upplýsingarnar skýrt fram með Vennmynd. 5.32 Krosstöflu er hægt að nota þegar athuga á atburði sem geta átt sér stað í pörum. 5.33 Sjá Vennmynd í sýnidæmi 10. Grundvallarfærni Hér eiga nemendur að lesa og túlka texta til að geta reiknað líkur á andstæðum atburðum. Orðasam- bandið „að minnsta kosti“ vísar til þess að finna líkur á andstæða atburðinum við að atburður eigi sér ekki stað. Einfaldari verkefni Þegar atburðum er raðað inn í krosstöflur, líkindatré eða Venn- myndir verður á vissan hátt áþreifan- legra og einfaldara fyrir nemendur að sjá aðstæður fyrir sér og reikna út líkur á því að eitthvað tiltekið muni eiga sér stað. Nemendur geta unnið saman að því að túlka texta verk- efnanna og setja upplýsingar inn í myndrit. Erfiðari verkefni – Ýmis verkefni Notkun rökkubba Nú ætti að draga fram rökkubbana. Kubbarnir eru úr plasti og eru mismunandi að lögun, stærð, lit og þykkt. Veljið út kubba og flokkið þá í Vennmynd, til dæmis alla rauða kubba í A menginu og alla þríhyrnda kubba í B menginu. A B Verkefni úr líkindareikningi eru útbúin með tilliti til þess sem valið var: – Hve miklar líkur eru á að velja rauðan þríhyrning? Kennari sýnir hvernig hægt er að setja fram val með tilliti til þriggja eiginleika með þremur hringjum: rauðir/ekki rauðir, þykkir/þunnir og þríhyrningar/ekki þríhyrningar. Bætið við fjórða eiginleikanum, stór/lítill. Nemendur prófa að setja fram mynd með fjórum hringjum sem flokka eftir þessum forsendum. Það er ekki hægt. Það geta nemendur fengið sjálfir að reyna. Á þessari mynd er hvergi pláss fyrir kubb sem er rauður, þykkur, hringur og lítill. Þykkir Stórir Þríhyrningar Rauðir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=