Skali 3b kennarabók

Kafli 5 • Líkindareikningur 35 Æfingahefti Faglegt innihald • Andstæðir atburðir/ fylliatburðir Búnaður • Teningar • Hringur úr snæri eða krít Blaðsíða 6465 Ábendingar Ýmis verkefni – Kasta grís Markmiðið með spilinu er að meta líkur á að fá upp einn. Hve lengi þorir þú að kasta áður en þú heldur að líkurnar á að fá upp einn séu svo miklar að þú eigir að stoppa og safna saman stigunum sem þú ert búin(n) að fá fram að þessu? Sýnidæmi 8 Hér notum við eiginleika andstæðra atburða. Samanlagt fylla þeir upp allt útkomumengið, það er að segja að summa líkindanna fyrir andstæðu atburðina er 1. Við sjáum þá að P ( B eða C ) = 1 – P ( A ). Við lesum: „Líkurnar á að Markús sé í hóp B eða C er 1 mínus líkurnar á að hann sé í hóp A.“ Grundvallarfærni Nokkrar ólíkar gerðir texta eru á opnunni. Það krefst tíma og ein- beitingar að lesa samsetta texta með fagtexta, reglum í römmum, orðskýringum, talbólum, sýnidæmum og spilareglum. Nemendur ættu að vinna úr því sem þeir lesa með því að þeir útskýri hver fyrir öðrum hvað þeir hafa skilið. Að koma orðum að eigin skilningi veitir dýpra nám. Einfaldari verkefni Andstæða atburði má einnig skoða sem viðburð með tveimur útkomum. Önnur er sú að eitthvað gerist, hin að það gerist ekki. Hugsa má sér að kannað sé hvort nemendur hafa borðað eða ekki borðað morgunmat. Þessir tveir atburðir eru andstæðir: P (nemendur hafa borðað morgun- mat) + P (nemendur sem hafa ekki borðað morgunmat) = 1. Gjarnan má nota hring úr snæri eða teikna hring á gólfið með krít. Allir nemendur með sítt hár eru beðnir um að ganga inn í hringinn. Þá er fyllimengið með andstæða atburðinum allir nemendur með stutt hár. Þar sem stendur L eru þeir með síða hárið og þar sem er L eru þeir með stutt hár. L L Nemendur sem hafa þýsku sem þriðja erlent tungumál ganga inn í hringinn. Þá eru í fyllimenginu þeir nemendur sem hafa ekki þýsku. Mengið T er mengi þeirra sem hafa þýsku sem þriðja erlent tungumál og T er mengi þeirra sem hafa ekki þýsku sem þriðja erlent tungumál. T T Teljið saman mengin tvö hvort fyrir sig og samanlagt hljóta þau að innihalda alla nemendur í bekknum. Erfiðari verkefni – Ýmis verkefni Andstæðir atburðir Vinnið saman tvö og tvö og rökræðið. Finnið fimm andstæða atburði sem eiga við nemendur í bekknum. Atburðirnir geta sem sagt ekki átt sér stað samtímis, til dæmis: „þeir sem hafa borðað morgunmat (F) og þeir sem ekki hafa borðað morgunmat (F).“ Gerið myndir sem sýna and- stæðu atburðina sem þið hafið fundið. Spyrjið nemendur í bekknum og finnið hve stórt hvort mengi er. Munið að samanlagt verða mengin tvö að ná yfir alla í bekknum. Á Vennmyndinni er F þeir sem hafa borðað morgunmat og ​ __ F​þeir sem ekki hafa borðað morgunmat. F F 5.29 5.44 5.61

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=