Skali 3b kennarabók
Skali 3B Kennarabók • 8542 • © 2016 Menntamálastofnun 34 Æfingahefti 5.24–5.28 5.40–5.53 5.58–5.60 Blaðsíða 6263 Faglegt innihald • Dráttur með og án skila • Háðir og óháðir atburðir Búnaður • Spilastokkar • Teningar • Smápeningar • Kúlur í mismunandi litum Ábendingar Dæmin sýna mismun á drætti með og án skila. Útskýrið dæmin í sameiningu. Gott er að dreifa spilum og láta nemendur vinna dæmin saman í pörum áður en þeir lesa þau. Nemendur fá þá betri skilning á að líkurnar á að draga spaða í annað skipti eru hinar sömu og í fyrra skiptið ef þeir skila spilinu í stokkinn. Á sama hátt öðlast þeir betri skilning á því að það verður einu spili færra af mögulegum spilum í formúlunni P = hagstæðar mögulegar ef spili úr fyrri drætti er ekki skilað. Sýnidæmi 6 og sýnidæmi 7 Nemendur vinna dæmin, sjá hér að framan. Í sýnidæmi 6 munu nemendur komast að raun um að útkoman úr atburði 2 er óháð atburði 1. Í sýnidæmi 7 munu nemendur komast að raun um að útkoman úr atburði 2 er háð atburði 1. 5.23 Umræður gera það að verkum að viðfangsefnin skýrast og varpa ljósi á hugtakaparið háður/óháður. A og C sýna óháða atburði, B og D sýna háða atburði. 5.24 Gott er að nota þrjár kúlur og gera tilraunina í raun eða nota liti og teikna viðfangsefnið. Gera þarf nemendum ljóst að röðin skiptir hér máli. Blá-gul-gul er ekki sama og gul-blá-gul. 5.25 Nemendur ættu að nota sex spjöld þegar þeir leysa verkefnið. 5.26 Hér ætti að nota liti og teikna viðfangsefnið. 5.27 Nemendur verða að vita að í spila- stokk eru 13 spil í hverjum lit (spaða, laufi, tígli og hjarta), að í stokknum eru 12 mannspil og að það eru fjögur spil með hvert gildi (fjarkar, níur, drottningar, kóngar, ásar o.s.frv.). Grundvallarfærni Kennari les skýringardæmi og reglur. Hann ræðir orðskýringar til hliðar og ræðir um hvernig skilja beri hin ólíku stærðfræðiorð. Verkefni 5.23 krefst umræðna um háða og óháða atburði. Slíkar umræður geta skýrt hugtök með aðgengilegum hætti fyrir nemendur. Einfaldari verkefni Alls staðar þar sem hægt er að gera verkefnin áþreifanleg með spilum, smápeningum, kúlum og því um líku ætti að nota slíka hluti. Að öðrum kosti getur verið mjög gagnlegt að draga upp mynd af aðstæðum með teikningu. Nemendur ættu að vinna saman í pörum. Þá munu umræður skipta máli og samvinnan við að leysa verkefnin getur leitt til meiri áhuga og árangurs. Erfiðari verkefni – Ýmis verkefni Satt eða ósatt Við erum með fimm rauðar, þrjár bláar og tvær hvítar kúlur í krukku. A Líkurnar á að draga tvær rauðar kúlur hvora á eftir annarri þegar fyrri kúlunni er ekki skilað til baka eftir dráttinn eru 1 __ 9 . B Líkurnar á að draga tvær hvítar kúlur hvora á eftir annarri þegar fyrri kúlunni er skilað áður en hin er dregin eru 0,04. C Það eru jafnmiklar líkur á að draga þrjár rauðar kúlur hverja á eftir annarri eins og á að draga tvær rauðar kúlur og síðan bláa kúlu án skila. D Við drögum kúlur með skilum. Líkurnar á að draga rauða og síðan bláa kúlu eru 10%. E Ef þú hefur grísað á svörin við öllum þessum fimm staðhæf- ingum eru líkurnar 1 ___ 32 á að allt hafi verið rétt hjá þér. (A: ósatt ( 2 __ 9 ), B: satt, C: satt, D: ósatt (15 %), E: satt)
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=