Skali 3b kennarabók

Skali 3B Kennarabók • 8542 • © 2016 Menntamálastofnun 32 Æfingahefti 5.6, 5.7 5.12, 5.13 5.16–5.19 Blaðsíða 5859 Faglegt innihald • Stafræn hermun Búnaður • Tölva • 100–200 teningar Ábendingar Sýnidæmi 3 Það eru til nokkrar mismunandi leiðir til að framkalla slembitölu. =RAND() skilar tugabroti milli 0 og 1. Þegar við margföldum tugabrotið með tiltekinni tölu getum við stillt af talnasviðið fyrir valið svið af ræðum tölum. Sýnidæmi 4 Þegar líkja skal eftir einhverju og nota á mismunandi heilar tölur sem líkan af atburði er einnig hægt að nota aðrar formúlur í töflureikninum. Dæmi um það er formúlan =RANDBETWEEN(botn;topp). Í þessu dæmi væri það þá RANDBETWEEN(0;1). Einnig má nota töflureikninn í GeoGebra í hermun. Þá er formúlan til að herma eftir heilli tölu Slembitala- Milli[ <Neðri mörk heiltölu>, <Efri mörk heiltölu> ]. Þessi formúla dregur út með slembivali heiltölu milli ytri gildanna tveggja sem sett eru inn í formúluna. Í sýnidæminu hér væri formúlan SlembitalaMilli[ 0, 2 ]. Töflureiknirinn í GeoGebra reiknar líka upp á nýtt ef ýtt er á F9. 5.15 a Hér má nota formúluna = INT(RAND()*6). b Hér má nota formúluna = INT(RAND()*6)+1. c Hér má nota formúluna = INT(RAND()*2), þar sem við notum 0 fyrir rakka og 1 fyrir tík. 5.16 Hér má nota formúluna = INT(RAND()*10). 5.17 Hér má nota formúluna = INT(RAND()*6)+1. 5.18 Hér má nota formúluna = INT(RAND()*2), þar sem við notum 0 fyrir dreng og 1 fyrir stúlku. 5.19 Hér gætu nemendur hugsað stutt- lega hver fyrir sig, metið mismunandi kosti og myndað sér skoðun á því sem spurt er um. Síðan ræða þeir saman um málið tveir og tveir. Þeir eru beðnir um að færa rök og útskýra hugsanir sínar hvor fyrir öðrum. Nokkrir fá að koma fram fyrir hópinn með hugmyndir sínar og skoðanir. (Aðferðin er kölluð EHB – einstakl- ingur, hópur, bekkur. Aðferðin er mjög gagnleg fyrir nemendur í mörgum námsaðstæðum. Allir fá þá nægan tíma til að hugsa og fínstilla rök- semdir sínar og nemendur verða öruggari með sig og eiga léttara með að segja frá fyrir framan allan hópinn). Allir nemendurnir hafa rétt fyrir sér í þessu verkefni en svarið við spurn- ingunni um hvaða mismun voru mestar líkur á að fá er mismunurinn 1. Gott er að gera yfirlit yfir alla 36 fræðilegu möguleikana á því hvaða tölur hægt er að fá upp á tveimur teningum. Síðan er talið hve margir möguleikar eru á að fá mismunina 0, 1, 2, 3, 4 og 5. Grundvallarfærni Hér er notað stafrænt verkfæri til að gera margar hermanir á skömmum tíma. Töflureiknir getur framkvæmt þúsundir drátta og talninga á skömmum tíma. Það er gagnlegt að kynnast því hvernig nota má töflureikninn til að spara tíma. Einfaldari verkefni Þegar nemendur vinna við hermun með töflureikni er heppilegt að sitja saman tvö og tvö. Þá geta nemendur rökrætt og afgreitt hugsanlega óljós atriði á meðan á vinnunni stendur. Þeir verða líka að koma orðum að því sem þeir skilja til að geta útskýrt hver fyrir öðrum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=