Skali 3b kennarabók

Kafli 5 • Líkindareikningur 31 Æfingahefti Faglegt innihald • Hermun Búnaður • Tveir teningar í mismunandi litum • Miðar eða kubbar í mismunandi litum • Smápeningar eða spil Blaðsíða 5657 Ábendingar 5.13 Gott er að finna veðurspá fyrir viðkomandi svæði á ákveðnum tíma, fyrir næstu þrjá daga t.d. á vedur.is. Skráið hjá ykkur veðurspána. Finnið veðurlýsingu næstu daga og berið saman við spánna. Var spáin nákvæm fyrir dag 1? Hversu nákvæm var spáin fyrir dag 2 og dag 3? Hversu trúverðugar eru langtímaspár? 5.14 Nemendur þurfa helst einhvern einfaldan búnað til að vinna hermunina: smápening, kubb, spil, tening eða önnur einföld hjálpartæki. Ýmis verkefni – Hermun: Steinn, skæri og blað Til skemmtunar í umræðunni um hvort spil sé réttlátt eða hvort það sé bara tilviljun háð hver vinnur eru skipulögð ÍM (Íslandsmeistaramót) og EM (Evrópumeistaramót) í Steinn, skæri og blað. Það felur í sér að einhver geti orðið mjög góður í því. Nemendur eru spurðir: – Hvernig er hægt að verða mjög góður í Steinn, skæri og blað? Grundvallarfærni Nemendur vinna saman og rökræða hvernig sé hægt að útbúa hermun- ina. Þeir skrá hjá sér niðurstöður hermunarinnar og reikna út líkur á grundvelli hennar. Nemendur skrá líkurnar á knappasta mögulega hátt með táknmáli. Einfaldari verkefni Nemendur fá vísbendingu: – Hvað gerist ef þú velur alltaf það sama í hvert skipti en mótleikarinn velur af handahófi? Við getum útskýrt að Steinn, skæri, blað er réttlátt spil með eftirfarandi röksemdafærslu: Ég ákveð að velja skæri í hvert skipti. Mótleikarinn leikur alveg af handahófi. Þá mun hann velja skæri í 1/3 skiptanna, stein 1/3 skiptanna og blað 1/3 skiptanna, og það merkir fyrir mig að óútkljáð, tap og vinningur skiptist jafnt, 1/3 hvert um sig. Sama röksemdafærsla gildir, óháð því hvað ég vel að veðja á. Þá skiptir heldur engu máli hvað ég vel af handahófi. Svo má spyrja um hve tilviljunarkennt það sé í raunveruleikanum eða hvort viðbragðstækni (taktík), líkamstján- ing og undirmeðvitund geti leikið eitthvert hlutverk. Erfiðari verkefni – Ýmis verkefni Hermun á úrslitum í fótbolta Hér er staðan í Olís-deild karla í handbolta í byrjun ársins 2017 eftir 16 umferðir (gott er að finna nýjustu stöðuna í fótbolta, handbolta eða öðrum hópíþróttum). Í töflunni þýðir L fjöldi leikja, U fjöldi unninna leikja, J fjöldi jafntefla og T fjöldi tapleikja. Sæti Lið L U J T 1 Afturelding 16 11 2 3 2 Haukar 16 11 0 5 3 FH 16 7 4 5 4 Valur 16 9 0 4 5 Selfoss 16 8 0 8 6 ÍBV 16 7 2 7 7 Fram 16 6 1 9 8 Akureyri 16 4 3 9 9 Grótta 16 5 1 10 10 Stjarnan 16 4 3 9 Veljið lið og útbúið hermun sem lýsir því hvernig mestar líkur eru á að næsti leikur fari. Hve miklar líkur eru á að liðið sigri, geri jafntefli eða tapi? Notið gjarnan miða. Útskýrið hvernig hermunin er gerð. Hermið eftir úrslitum fimm næstu leikja þessa liðs.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=