Skali 3b kennarabók

Skali 3B Kennarabók • 8542 • © 2016 Menntamálastofnun 30 Æfingahefti 5.5 5.11 Blaðsíða 5455 Faglegt innihald • Líkur reiknaðar út frá tilraunum • Hermun Búnaður • Körfuboltar • Eldspýtustokkar • Smápeningar • Spilastokkar • Pappír og trélitir • 10-hliða verpill eða skífa með 10 reitum • Verkefnablað 3.5.4 Ábendingar Á bls. 54 eru tvö verkefni sem krefjast tilrauna, 5.9 og 5.10. Þá er gott að skipta bekknum þannig að nokkrir nemendur geri tilraunir með vítaskot í körfu og aðrir varpa eldspýtustokkum. Eftir á geta hóparnir útskýrt hverjir fyrir öðrum hvað þeir hafa fundið. Þegar þeir skýra út og koma orðum að því sem þeir hafa fundið átta þeir sig á hvort þeir hafa skilið efnið. Það eru margar leiðir til að útbúa einfaldar hermanir. Í þessum kafla munum við leita leiða til að nota smápeninga, teninga, verpla, spilastokka, pappírsmiða, kúlur og töflureikni til að útbúa hermun. 5.8 Hér mætti ræða hvaða þættir geta haft áhrif á hvort Lína getur haldið frestinn eða ekki. Hvernig getur hún skráð og raðað skráningum ef markmiðið er að finna fyrirkomulag sem dregur úr líkum á seinkaðri afhendingu? 5.9—5.10 Sjá almennar athugasemdir um að skipta bekknum í hópa eins og að sumir leysi verkefni 5.9 á meðan aðrir leysa verkefni 5.10. Sýnidæmi 2 Hér lítum við á allar mögulegar raðanir. Þær niðurstöður sem fullnægja kröfunni eru að köstin þrjú gefi eitt af þrennu, DDS, DSD, eða SDD. Kennari ætti að láta nemendur gera tilraunina áður en þeir lesa sýnidæmið. Þeir vinna þá saman tveir og tveir, kasta upp peningi og skrá niðurstöðurnar í tíu tilraunum hver (með þrjú köst). Svo er gerð sameiginleg tafla og líkurnar byggðar á tilrauninni bornar saman við sýnidæmið. Nemendur eru látnir finna fræðilegar líkur á systkinahóp með tveimur drengjum og einni stúlku og bera saman líkurnar byggðar á tilrauninni og fræðilegu líkurnar. Nemendur eru spurðir: – Hvernig er samhengið milli líkindanna sem byggð eru á tilrauninni og fræðilegu líkindanna? Kannski gera nemendur fleiri tilraunir en í sýnidæminu. Þá eru þeir spurðir: – Voru fræðilegu líkurnar og líkurnar sem byggðust á tilraun- unum nær hvor annarri í okkar tilviki? – Hvað verður um samhengið milli líkinda byggðum á tilraunum og fræðilegu líkindanna þegar við fjölgum tilraununum verulega? 5.11 Skorprósenta upp á 75 er sama og ​​  3 __  4 ​. Það er að segja að við getum notað fjögur spil þar sem þrjú þeirra merkja að hitt hafi verið í körfuna og eitt að skotið sé framhjá. Spilin geta verið í einum af fjórum litunum hjarta, tígull, lauf og spaði. 5.12 Nemendur geta notað tíu miða til að líkja eftir gangbrautarljósum, þrjá græna og sjö rauða. Miðunum er alltaf skilað til baka áður en dregið er aftur. Nemendur gera einfalda töflu til að safna saman niðurstöðum eins og í sýnidæmi 2. Athugun Skráning Tíðni Fullnægir kröfu Fullnægir ekki kröfu Grundvallarfærni Nemendur eru látnir koma orðum að því sem þeir hafa gert og því sem þeir hafa skilið. Þeir átta sig á hvað þeir kunna hugsanlega ekki þegar þeir eiga að segja frá og skýra fyrir öðrum. Þeir gera það gjarnan í minni hópum. Nemendur æfa sig í að skrifa og lesa knappa líkindareikningsrit- háttinn með táknmáli. Einfaldari verkefni Nemendum er hjálp í að nota smá- peninga, teninga eða annan búnað til að gera tilraunirnar áþreifanlegar og líkindareikningurinn verður hlutbundnari. Samvinna og munn- legar útskýringar sem nemendur bæði gefa og fá eru mikilvægar til að fá eigin skilning staðfestan. Erfiðari verkefni – Ýmis verkefni Bæjarferð – Spil Sjá lýsingu á bls. 40 í kennarabók. Notið spilabrettið á verkefnablaði 3.5.4

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=