Skali 3b kennarabók

Kafli 5 • Líkindareikningur 29 Æfingahefti Blaðsíða 5253 Faglegt innihald • Líkur reiknaðar út frá tilraunum Búnaður • Einn teningur á hvern nemanda í bekknum • Blöð og trélitir • Krít • Bréfaklemmur • Ógagnsætt box • Tennisbolti/svampur eða baunapoki/ húlahringur/fata • Gular og grænar baunir 5.15 5.10 5.4 Ábendingar Þrjú verkefni og eitt sameiginlegt verkefni sem vinna þarf eru á opnunni. Ef ekki er tími til að vinna öll verkefnin er hægt að skipta bekknum í þrjá hópa þar sem hver hópur vinnur eitt verkefnanna þriggja á blaðsíðunni. 5.6 Tilraunina ætti að gera í sameiningu í hópum með þremur til fjórum nemendum. Fjölda miða í mismunandi litum er haldið leyndum fyrir nem- endum og þeir geymdir í ógegnsæju boxi. 5.7 Nemendur setja blýant inn í bréfa- klemmu á teikninguna í bókinni til að framkvæma tilraunina. Þeir gætu líka teiknað skífuna í vinnubók sína. Þeir geta unnið nokkrir saman. Ýmis verkefni – Rétthent eða örvhent? Ætlunin með þessu verkefni er að safna gögnum um mismun á hæfni til að kasta af nákvæmni með hægri og vinstri hendi. Velja þarf hve nálægt nemendurnir eiga að standa. Það er mikilvægt að það sé hæfileg fjarlægð svo að hittnin verði tölu- verð. Ef notaður er tennisbolti eða svampur þarf boltinn/svampurinn að vera blautur þannig að hann skilji eftir merki á töfluna. Þá er auðvelt að ákveða hvort skotið hafi hitt eða ekki. Grundvallarfærni Munnleg færni er mikilvæg í öllum samstarfsverkefnunum. Nemendur þurfa að vinna saman og tala um það sem þeir sjá og það sem þeir komast að um líkur byggðar á tilraunum. Nemendur ættu að æfa sig í að skrifa og lesa knappa táknmálsritháttinn. Einfaldari verkefni Nemendur sem fá að afla sér reynslu af líkum og ræða þær öðlast betri skilning á efninu. Nemendur þurfa að vinna saman og útskýra hver fyrir öðrum hvað og hvernig þeir skilja efnið. Það ætti að láta þá skýra út hver fyrir öðrum það sem þeir hafa séð í tilraununum og hvað líkur byggðar á tilraunum sýna fram á. Einföldustu tilraunirnar eru þær sem hafa bara tvær útkomur. Notið til dæmis perlur, talningarkubba eða gular og grænar baunir. Fyllið box með mörgum einingum þar sem skiptingin er um það bil 30–70. Nemendur draga tíu sinnum með skilum, þrjátíu sinnum með skilum, fimmtíu sinnum með skilum. Boxið er hrist og blandað vel milli drátta. Hlutfallsleg tíðni litanna tveggja er reiknuð í hverri tilraun. – Líkjast tölurnar? – Eru tvær síðustu tölurnar nær hvor annarri en tvær þær fyrstu? Ef svo er, hvers vegna? – Hve miklar líkur eru á að næsta baun sé græn? – Hvaða svar er svo gjaldgengast? Er hægt að reiða sig á þessa tölu? Markmiðið er að nemendur skilji – að hlutfallsleg tíðni atburða sem hafa átt sér stað segir fyrir um líkur á næsta atburði – að hlutfallsleg tíðni segir ekki endilega sannleikann heldur er það nálgunargildið sem meiri vissa verður um eftir því sem fleiri tilraunir eru gerðar (lögmál stórra talna) Erfiðari verkefni – Ýmis verkefni Hittir þú í ruslafötuna? Verkefni fyrir fjóra – sex nemendur. Búnaður: Ruslafata, krít, pappírsblað Setjið ruslafötuna á gólfið. Tveimur metrum frá er teiknaður hringur utan um ruslafötuna með krít. Nemendur raða sér á krítarhringinn. Einn þeirra skráir í töflu hve mörg köst hitta og hve mörg lenda utan við. Hver nemandi vöðlar blaði sínu saman í bolta og reynir að hitta í ruslafötuna með betri hendi sinni. Hver nemandi fær fimm köst. Reiknið út líkur byggðar á tilrauninni á að hópurinn hitti með betri hendinni og síðan með hinni hendinni. Ræðið mismun á niðurstöðum. Er um nokkrar kerfis- bundar villuorsakir að ræða? Kanínutalning Umsjónarmaður umhverfismála vill átta sig á hve margar kanínur eru á eyju nokkurri. Fyrst fangar hann af handahófi tuttugu kanínur sem hann merkir og sleppir aftur lausum. Viku síðar reiknar hann með að kanínurnar hafi hlaupið um eyjuna og blandast vel. Þá fangar hann aftur tuttugu kanínur. Það sýnir sig að fjórar þeirra eru merktar. Hve mörgum kanínum getur umsjónarmaðurinn reiknað með á eyjunni?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=