Skali 3b kennarabók

Kafli 5 • Líkindareikningur 27 Reikningsfærni Reikningsfærnin þróast frá því að vera einfaldur prósentureikningur um einfalda atburði til þess að reikna líkur á samsettum atburðum. Nemendur þróa með sér reikniað- ferðir og geta þróað áfram fleiri aðferðir við að deila með öðrum og útskýra hver fyrir öðrum hvernig þeir hugsa. Nemendur greina vandamál sem tengjast því að reikna líkur með og án skila, líkur á andstæðum aðgerðum og í mismunandi spilum. Ábendingar Stærðfræðiorð Kennari ætti að láta nemendur ræða um stærðfræðiorðin og lætur þá finna merkingu þeirra orða sem þeir þekkja ekki. Útbúa hugarkort tengd einstökum hugtökum þar sem bekkurinn fær að stinga upp á tengingum við hugtökin. Hugarkort er hægt að útbúa og geyma til síðari nota í kaflanum þar sem stærðfræði- orðið kemur aftur fyrir. Fylgjast þarf með og taka eftir nemendum sem hafa misskilið hugtök. Verkefnablað 3.5.1. er tilvalið í vinnu með stærð- fræðiorðin. Könnunarverkefni Verkefnið er sett fram til umræðu í pörum eða stærri nemendahópum. Hvað halda þeir um líkur á að verða tvisvar fyrir eldingu? Eru þær meiri, minni eða jafnmiklar og hjá þeim sem hefur aldrei orðið fyrir eldingu? Um frekara bakgrunnsefni um líkur á að verða fyrir eldingu sjá verkefnablað 3.5.2. Einfaldari verkefni Valverkefni: Líttu í kringum þig í bekknum. Áætlaðu líkur á að allir nemendur komi á réttum tíma í skólann á morgun. Eru líkurnar jafn miklar fyrir alla í bekknum? Með hverju getur þú rökstutt svarið? Ef allir koma með sama strætó eða skólabíl er það kannski síður áhuga- vert verkefni en oftast er svolítill breytileiki á hvernig nemendur koma sér í skólann. Við getum oft sagt út frá reynslu að það séu meiri líkur á að sumir komi of seint en aðrir. Það er dæmi um að líkur á að eitthvað muni eiga sér stað er hægt að rökstyðja með tölfræði yfir það sem þegar hefur átt sér stað. Erfiðari verkefni – Ýmis verkefni Hvað viltu velja? Verkefnablað 3.5.1, sjá lýsingu á verkefninu á bls 42 í kennarabók: Upprifjun á líkindahugtakinu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=