Skali 3b kennarabók

Skali 3B Kennarabók • 8542 • © 2017 Menntamálastofnun 26 Blaðsíða 4849 Líkindareikningur Nemendur kynnast bæði fræði- legum líkindareikningi og líkum reiknuðum út frá tilraunum í þessum kafla. Nemendurnir eiga að læra að útbúa og framkvæma hermun til að geta fundið líkur í tilraunum sem geta tekið of langan tíma eða verið of dýrar til að gera. Þá útbúum við líkan af atburðinum með einföldum hjálpargögnum og framkvæmum tilraunina í þykjust- unni. Teknar eru til umfjöllunar líkur á fleiri atburðum samtímis, líkur í mismunandi spilum eru greindar og metið hvort spilin séu réttlát. Kaflinn byggir beint á Skala 2B , kafla 5. Nemendurnir eiga að víkka skilning sinn á líkum yfir á ýmsar gerðir samsettra atburða. Við komum inn á margföldunarregluna, samlagningarregluna og andstæða atburði og nemendur fá tækifæri til að nýta forþekkingu sína í talningarfræði og flokkun gagna í talningartré, krosstöflu eða Vennmynd. Forþekking • Skilja og geta notað samhengið milli talna sem ritaðar eru á formi tugabrota, almennra brota og prósentna af heild • Reikna með tugabrotum og almennum brotum • Geta sett fram einfaldar líkur sem almenn brot, tugabrot og prósentu • Geta reiknað einfaldar fræðilegar líkur í hversdagslegu samhengi • Geta notað einfalda talningar- fræði til að reikna fjölda sam- settra atburða • Geta notað Vennmynd, talning- artré og krosstöflur til að flokka söfn Fagleg tengsl Líkindareikningur er fagsvið sem fæst við að nota talnaefni ásamt útreikningum til að finna hve líklegt sé að eitthvað eigi sér stað eða að margt eigi sér stað samtímis. Það er ekki alltaf hægt að reikna út fræði- legar líkur. Þá verðum við að reikna líkur út frá reynslu eða gera tilraunir til að afla reynslubundinna gagna. Þegar við vitum eitthvað um líkur í tilraun getum við beitt hermun. Hagnýt notkun Líkindareikningur er oft notaður til að segja fyrir um atburði. Við tölum mikið í hversdagslífinu um líkur á að vinna sigur í leik, hvort strætisvagn- inum seinki eða hvort liðið okkar hafi sigur á mótinu. Líkindareikningi er beitt á mörgum fagsviðum til að vera viðbúin sérstökum aðstæðum eða til þess að forðast óhöpp. Þá er líkindareikningi beitt til að meta áhættu. Líkindareikningur er því mikilvægur og gagnlegur á mörgum sviðum til dæmis jarðfræði, veður- spáa, rannsókna, kauphallarviðskipta og lækninga. Grundvallarfærni Lestrarfærni Lestur samsettra texta gerir þær kröfur til nemenda að þeir nýti sér alla þætti textans. Nemendur eru hvattir í kaflanum til að lesa sér til skilnings á líkindareikningi. Sýna þarf nemendum hvernig fagtexti, teikningar, skýringarmyndir og dæmi spila saman til að styðja við skilning á líkindahugtakinu. Nemendur læra að lesa töflur og túlka krosstöflur og Vennmyndir. Þeir lesa staðhæfingar sem þeir taka afstöðu til og þeir eiga að lesa og skilja sýnidæmi. Gefa ætti nemendum lestrarleiðbeiningar með fagtextum og skýringardæmum þannig að þeir lesi með tilliti til tiltekinna atriða þegar þeir þurfa að átta sig á textanum. Þeir ættu gjarnan að lesa upphátt og ræða saman í litlum hópum. Munnleg færni Lögð er áhersla á munnlega færni með því að beita námssamtölum um ný stærðfræðihugtök, fagtexta, skýringardæmi og verkefni. Náms- samtöl geta verið stutt, fagleg samtöl, gjarnan afmörkuð í tíma þar sem nemendur eiga að ræða hugtak, hluta úr kafla eða aðferð. Í kaflanum eiga nemendur að taka afstöðu til fullyrðinga, þeir eiga að lýsa því hvernig þeir geti fundið bæði fræðilegar líkur og líkur byggðar á tilraunum og útskýra líkur á mismunandi gerðum af samsettum líkum og andstæðum atburðum. Nemendur eru beðnir um að klæða hugsanir sínar í orð og nota faglegan orðaforða og hugtök í útskýringum sínum. Það styrkir námið. Stafræn færni Nemendur eiga að læra í kaflanum að nota stafræn verkfæri eins og töflureikni til að herma og telja niðurstöður úr tilraunum. Nemendur eiga að öðlast reynslu af að notkun töflureikna auðveldar vinnuna og gefur kost á að rannsaka mikið magn af gögnum. Skrifleg færni Nemendur þjálfa skriflega færni með því að orða uppgötvanir og deila ólíkum nálgunum og lausnaaðferðum sín á milli og með bekknum í heild. Nemendur gætu bæði skrifað hjá sér hugrenningar sínar og skrifað með tilliti til að koma hugmyndum sínum á framfæri við aðra. Þegar nemendur skrá hugsanir sínar er markmiðið að þeir ígrundi, fái hugmyndir og vinni sig í gegnum námsefnið. Þá beinast skriftirnar ekki að öðrum en nemand- anum sjálfum. Nemendur læra í þessum kafla að skrá líkur á stuttan og samþjappaðan hátt með hjálp tákna. Nemendur hafa þörf fyrir þetta þegar þeir þurfa að taka tillit til að móttakandi skilji það sem þeir vilja koma á framfæri. Sýnidæmin sýna hvernig nemendur geta sett fram skriflegar lausnir. Líkindareikningur 5

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=