Skali 3b kennarabók

Kafli 4 • Föll 25 Æfingahefti Blaðsíða 4647 Ábendingar 4.70 Gott er að láta nemendur vinna verkefnið bæði með og án teikni- forrits. 4.73 Hér gætu nemendur freistast til að teikna gröfin af y = 7000 x og y = 500 x í sama hnitakerfi af því að x táknar fjölda ökuferða í báðum tilvikum. Það sem nemendur sjá ekki er að kvarðarnir á y -ásnum eru mismun- andi, nefnilega „krónur á ferð“ og „krónur“. Þegar teiknuð eru gröf er gerð krafa um skýra merkingu á ásunum. Þegar nemendur venja sig á að nota einingar á ásunum (ekki bara x og y ) þar sem það er hægt, skapast meiri meðvitund um mismuninn í slíkum tilvikum. 4.74 Nemendur eiga að finna stæðuna y = 110 x + 4. Það er mikilvægt að þeir átti sig á að hér er ekki um að ræða öfugt hlutfall. 4.75 Hér fáum við graf með fleiri brotum. Ef við notum teikniforrit verður að teikna grafið sem nokkur föll með mismunandi formengi. 4.76 Einhverjir nemendur kjósa að leysa verkefnið með því að prófa sig áfram. Þeir mega gjarnan gera það en við teljum að það ætti að hvetja þá til að fylgja liðum a, b, c og d. Kaflaprófin Nú geta nemendur tekið kaflapróf. Gefnar eru einkunnir fyrir kaflaprófin. Einkunnin og endurgjöf eru hér þáttur í símati á stöðu nemenda í þessum námsþætti.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=