Skali 3b kennarabók
Bættu þig! Kafli 4 • Föll 23 Æfingahefti Blaðsíða 4243 Ábendingar Nemendur velja verkefni sem henta til að ná markmiðum kaflans út frá niðurstöðum áfangaprófsins. Gerð er áætlun með nemendunum um hvað þeir þurfa að vinna sérstaklega með. Hver og einn nemandi getur líka gert áætlun og skilgreint hvaða markmið þarf sérstaklega að vinna að. 4.54—4.55 Við hefjum Bættu þig! með tveimur verkefnum um línuleg föll. Það getur verið að sumir þurfi enn að hressa upp á kunnáttuna. 4.56 Í lið a er vonast til að nemendur átti sig á að h (0) er hæðin yfir vellinum sem spjótið er í þegar það fer úr hönd Hinriks. Bls. 43 Föllin í verkefnum 4.57, 4.58 og 4.59 eiga eitthvað sameiginlegt. Ræðið það með nemendum áður en þeir hefja vinnu við verkefnin. 4.57 Gröf allra þessara falla hafa útpunkta á y -ásnum. 4.58 a og c hafa útpunkta á línunni x = 5 en b og d hafa útpunkta á línunni x = −5. 4.59 a og b hafa útpunkta á línunni x = 1 en c og d hafa útpunkta á x = −1. 4.60 Nemendur geta fundið skurðpunkta við y -ás án þess að leysa upp úr svigum. Það þarf aðeins að reikna f (0), í a fáum við til dæmis: f (0)= 1 2 − 2 = −1. 4.61 Þessi föll eru rituð þannig að allt hefur verið leyst upp. Gott er að fylgjast með hvað nemendur gera og ræða við þá um hvernig þeir geti fundið eiginleika þessara annars stigs falla.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=