Skali 3b kennarabók

Í stuttu máli Skali 3B Kennarabók • 8542 • © 2017 Menntamálastofnunn 22 Æfingahefti Blaðsíða 3841 Ábendingar Hægt er að vinna á mismunandi vegu með samantekt á námsmarkmiðum, dæmi og tillögur að lausnum í kaflanum Í stuttu máli . Nemendur geta lesið um hvert námsmarkmið ásamt dæmum og tillögum að lausnum. Þeir geta þá rætt um hugtök og skráð hjá sér minnispunkta um hvort þeim hafi þótt eitthvað erfitt eða hvort þá langar til að vinna meira með eitthvað í kaflanum Bættu þig! Nemendur ættu nú að fá tækifæri til að mynda sér skoðun á hvernig þeir standa gagnvart námsmarkmiðum kaflans. Það getur hjálpað þeim til að skipuleggja vinnuna í síðasta hluta kaflans. Hér er möguleiki á að leggja fyrir áfangapróf til að kortleggja hvaða færni nemendur hafa til að bera eftir að hafa unnið um tíma með kafla 4 í Skala 3B . Niðurstöðurnar geta leitt í ljós hvað hver nemandi hefur á valdi sinu og hvaða námsþætti í kafla 4 hann þarf að æfa frekar. Slíkt próf er ekki notað til að gefa nemendum einkunnir. Niðurstöðurnar geta bent kennar- anum á hvernig fara skal með síðasta hluta kaflans. Ef þarf að leggja meiri áherslu á einstaka námsþætti í vinnunni framundan er hægt að velja slíka þætti úr Bættu þig! -síðunum í kafla 4. Nú er hægt að gera yfirlit yfir hópa og einstaka nemendur til að ákveða hvernig fara ætti með lok kaflans. Endurgjöf til nemenda um áfanga- prófið felur í sér ráðgjöf um hvað nemendur geta gert til að ná markmiðum kaflans. Nemendur geta sjálfir valið um frekari vinnu í Bættu þig! eða öðrum verkefnum út frá niðurstöðum áfangaprófsins.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=