Skali 3b kennarabók

Skali 3B Kennarabók • 8542 • © 2017 Menntamálastofnunn 20 Æfingahefti 4.39, 4.40 4.48 Blaðsíða 3435 Faglegt innihald • Aðstæður sem skapa öfugt hlutfall Búnaður • Venjulegur spilastokkur fyrir hverja tvo nemendur Ábendingar Sýnidæmi 8 Dæmið sýnir okkur að við getum kannað hvort um sé að ræða öfugt hlutfall með því að margfalda saman öll pör af x og y og sjá hvort sama niðurstaða fæst. Berið það saman við rétt hlutfall. Nemendur geta fljótt farið að rugla hlutum saman hér. 4.45 Verkefnið er leyst með teikniforriti en hentar líka vel til að vinna án stafrænna hjálpartækja. 4.46 Ögrun fyrir nemendur: Kanóleigan þarf á nýju auglýsingaspjaldi að halda en forsendurnar hafa ekki breyst. Hvað ætti að standa á spjaldinu? 4.47 Nemendur þurfa að prófa bæði að margfalda og deila. 4.48 Verkefnið hentar til að útskýra hvað eru akkorðslaun. 4.49 Verkefnið hentar vel til að leysa samkvæmt EHB-aðferðinni, einstakl- ingur, hópur, bekkur (IGP-metoden). Nemendur fá nokkrar mínútur til að mynda sér skoðun sjálfir. Síðan taka við umræður í tveggja til þriggja manna hópum áður en hver og ein fullyrðing er rökrædd í öllum hópnum. A: Fullyrðingin er sönn og hlutfallsfastinn er 2π. B: Fullyrðingin er sönn. C: Fullyrðingin er ósönn, hér er lýst réttu hlutfalli. D: Fullyrðingin er ósönn. Samhengið er annars stigs fall. E: Fullyrðingin er sönn. F: Fullyrðingin er ósönn, hér er lýst réttu hlutfalli. Grundvallarfærni Aðalmarkmiðið með þessu verkefni er að auka reikningsfærni nemenda en það fer eftir því hvernig verkefnin eru leyst hvaða færni er dregin fram. Einfaldari verkefni Það er mikilvægt að nemandinn tengi stæður á forminu y = ​  k __  x ​ við gilda- töfluna. Veljið einfaldari tölur og gefið bara upp eitt y -gildi. Hvetjið nemendur til að finna k og afganginn af y -gildunum þegar um er að ræða öfugt hlutfall. Dæmi x 2 3 5 y 15 x 2 4 8 y 3 Erfiðari verkefni Valið úr spilastokk Notið venjulegan spilastokk. Hér er það gildi spilsins sem skiptir máli, ekki liturinn. Veljið spil í þrjá bunka: A, B og C. Raða á spilunum þannig að gildin í A standa í réttu hlutfalli við gildin í B og í öfugu hlutfalli við gildin í C. Hve mörg spil er hægt að hafa í hverjum bunka án þess að vanta spil? Tillaga að lausn með bunkum með þrjú spil: A B C 4 2 3 6 3 2 12 6 1

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=