Skali 3b kennarabók

Kafli 4 • Föll 19 Æfingahefti Faglegt innihald • Almennar stæður um öfug hlutföll Búnaður • Tölva með teikniforriti Blaðsíða 3233 4.34 4.44–4.47 Ábendingar Sýnidæmi 7 Hér sýnum við hvers vegna við þurfum að reikna út marga punkta þegar við viljum teikna graf breið- boga án stafrænna tækja. Skoðið vel gildatöfluna. – Hvað er sérstakt við punktana í gildatöflunni? (Tveir og tveir punktar speglast um upphafs- punkt). 4.41 Nemendur geta haft sýnidæmi 7 sem fyrirmynd. 4.42 Þetta er greiningarverkefni sem hentar vel til ígrundunar og umræðu í bekknum. 4.43 Ef notað er teikniforrit er mikilvægt að nemendur muni að stilla kvarðana á ásunum. Í liðum b og c verða nemendur að átta sig á hvort þeir eigi að lesa x -gildi eða y -gildi af grafinu. 4.44 A og B lýsa öfugu hlutfalli, en C og D lýsa réttu hlutfalli. Grundvallarfærni Verkefnin á bls. 33 reyna á mismun- andi færni. Það að geta teiknað graf fallega og nákvæmt án stafrænna hjálpartækja er skrifleg færni í stærðfræði. Það að geta túlkað gröfin er tengt lestrarfærni. En að geta rætt og fært rök með eða á móti fullyrðingum krefst munnlegrar færni. Einfaldari verkefni Nemendur ættu gjarnan að vinna saman tveir og tveir en gæta þarf þess að ekki sé of mikill munur á námsgetu þeirra. Verkefni 4.41 er einnig hægt að víkka út og það veitir meiri þjálfun ef nemendur velja sér sjálfir fall. Gjarnan mætti láta þá velja y = ​  k __  x ​ , þar sem −20 < k < 20. Þeir teikna graf fallsins sem þeir hafa valið, skiptast svo á gröfum án þess að sýna fallstæðuna og reyna að sjá út frá grafinu hvaða fall var teiknað. Erfiðari verkefni Samhengið milli þriggja stærða Margar stærðir eru háðar hver annarri, þrjár og þrjár. Nemendur fá slíkar þrenndir og eru hvattir til að svara eftirfarandi spurningum: – Hvaða stærð verður að vera fasti til þess að hinar tvær standi í réttu hlutfalli hvor við aðra? – Hvaða stærð verður að vera fasti til að þess hinar tvær standi í öfugu hlutfalli hvor við aðra? Mögulegar þrenndir: – vegalengd – hraði – tími – massi – rúmmál – eðlismassi – massi – kraftur – hröðun – spenna – viðnám – straumstyrkur – bandarískur dollar – íslensk króna – gengi – dl saft – dl vatn – styrkleiki blöndu – lengd – breidd – flatarmál (rétthyrnings) – fjöldi vinnustunda – tímakaup – heildarlaun

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=