Skali 3b kennarabók

Skali 3B Kennarabók • 8542 • © 2017 Menntamálastofnunn 18 Æfingahefti 4.31–4.33 4.37, 4.38 4.43 Blaðsíða 3031 Faglegt innihald • Dæmi úr lífinu þar sem öfug hlutföll koma fyrir Búnaður • Tölva með teikniforriti Ábendingar Sýnidæmi 6 Gjarnan má nota spurningar undir liðnum „Einfaldari verkefni“ sem kynningu á vinnunni framundan. Í a-lið er svarið y = 60000 x , en í lið b sjáum við að notað er f ( x ) = 60000 x þegar teikna á grafið með teikniforriti. Benda þarf nem- endum á mismuninn. Í viðfangsefnum um rétt og öfugt hlutfall er venja að nefna breyturnar tvær x og y . Þegar við notum teikniforrit verðum við hins vegar að fá forritið til að skilja að við viljum láta teikna grafið sem fall og það er gert með því að setja stæðuna á formið f ( x ). Í þessu tilviki getum við sem sagt sagt að f ( x ) = y . 4.38—4.40 Í öllum þremur verkefnunum er teiknað samfellt graf. Við getum rætt um hversu réttmætt það er fyrst við getum ekki séð fyrir okkur brot úr lyftuferðum eða fólki sem tínir upp rusl. Það er samt sem áður venja að notast við slíka samfellda lýsingu en það er mikilvægt að nemendur skilji að svarið verður að vera heil tala þegar samhengið í verkefninu gefur til kynna að annað er ekki hægt. Grundvallarfærni Að teikna og túlka grafískar myndir er talsverður þáttur í lestrar- og ritfærni í stærðfræði. Að auki notum við starfræn verkfæri sem nemendur þurfa að tengja við stafræna færni. Einfaldari verkefni Hér er tækifæri til að koma með köku (eða eitthvað enn hollara). Við getum gert nokkrar tilraunir í huganum áður en tekið er til við kökuna. – Ef þetta væru verðlaun sem Pétur og Páll (nota nöfn úr bekknum) eiga að skipta á milli sín, hvað fær hvor þeirra þá mikið? – Hvað fær hver mikið ef við skiptum bekknum í tvö lið og annað liðið fær kökuna eftir keppni á milli liðanna? – Hve mikið fær hver ef við bjóðum öðrum bekk með okkur og allir nemendurnir fá kökubita? – Hve mikið fær hver nemandi ef við bjóðum öllum skólanum? – Er hægt að bjóða svo mörgum að ekkert verði handa hverjum? – Er hægt að skipta neikvæðri köku? Nota má fleiri sýnidæmi með mörgum punktum og teikna punktana inn í hnitakerfi. Umræða um form og eiginleika grafsins. Á bls. 31 geta nemendur lesið texta verkefnanna hver fyrir annan og unnið saman við að túlka innihaldið og kynna lausnina. Erfiðari verkefni – Ýmis verkefni Rannsakið verð þar sem líklegt er að verð og fjöldi standi í öfugu hlutfalli hvort við annað, til dæmis mánaða- kort og fjöldi ferða, tímabundinn aðgangur, til dæmis ársaðgangur að einhverju og fjöldi heimsókna, mismunandi áskriftir o.s.frv. Búið til verkefni um öfugt hlutfall.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=