Skali 3b kennarabók

Öfugt hlutfall Kafli 4 • Föll 17 Æfingahefti Faglegt innihald • Hlutfallsstærðir • Viðfangsefni með öfug hlutföll Búnaður • Reiðhjól með hraðamæli • Málband eða mælihjól • Stoppklukka • Verkefnablað 3.4.6 Blaðsíða 2829 Ábendingar Bls. 28 Inntakið á síðunni er upprifjun úr Skala 2A , kafla 2, bls. 88−93. 4.35 Nemendur verða að muna að réttu hlutfalli á að vera hægt að lýsa með jöfnu á forminu y = kx . Verkefni í lið f er gert þannig að nemendur verða að umrita stæðuna til að sjá að hún lýsir réttu hlutfalli. 4.37 Nemendur eiga að finna að eitt grafið (4) lýsir réttu hlutfalli en að auki þarf að hvetja þá til að segja frá því sem þeir vita um hin gröfin. Bæði gröf 1 og 2 eiga að vera þekkt. Ýmis verkefni – Hraði og tími Ef verkefnið á að heppnast vel er mikilvægt að hafa sem nákvæmust mælitæki. Talið fyrirfram um það hver eigi hraðamæli og hverjir muni verða með reiðhjól daginn sem vinna á verkefnið. Nemendur þyrftu að æfa sig í að halda jöfnum hraða áður en verkefnið fer í gang. Nemendur eiga að átta sig á því að margfeldið af hraða og tíma er alltaf hið sama innan óvissumarka (sem eru háð nákvæmni í mælingum) og að punktarnir fjórir liggja ekki á beinni línu. Það getur verið krefjandi fyrir nemendur að breyta km/klst. í m/s. Þeir ættu að finna út stuðulinn 3,6 með því að ræða saman. Mörgum finnst gott að setja fram slíkt samhengi í eins konar minnisþrí- hyrning. Við viljum forðast það af því að það veitir bara vélræna nálgun að því hvernig sé best að reikna. Þegar sá dagur rennur upp að röðin í þríhyrningnum er gleymd missir nemandinn færnina. Við viljum að nemandinn skilji samhengi og geti reiknað breytingar frá einu formi til annars. Fyrir suma nemendur er notkun eininga góður algebrískur stuðningur til að fikra sig fram með rökstuðningi fyrir samhengi sem þeir hafa ef til vill gleymt (hraði sinnum tími hlýtur að vera vegalengd þar sem m / s · s = m ). Verkefnið er hægt að tengja svip- uðum námsmarkmiðum í náttúru- fræðigreinum. ATHUGIÐ : Í 1. útgáfu, 1. prentun, Skala 3B á bls 29 í hnitakerfinu á að standa m/s en ekki mín/sek. Grundvallarfærni Verkefnið um hraða og tíma þjálfar munnlega færni þegar nemendur eiga að vinna saman við að mæla og reikna. Það er líka hægt að þjálfa skriflega færni ef nemendur eiga að skila niðurstöðum í skýrslu. Hér má greina á milli þess að skrá hugsanir sínar, skrá niður minnispunkta og að undirbúa sig undir kynningu. Skráning hugsana : Látum nemendur lesa yfir hvað þeir eiga að fara að gera. Áður en farið er út eru teknar nokkrar mínútur í að nemendur skrifa frjálst um hvað þeir halda að muni gerast úti. Skráning hugsana má vera sveiflukennd og brotakennd, henni er fyrst og fremst ætlað að fá nem- endur til að ígrunda hvað þeir kunna frá fyrri tíð og hvað þeir halda að þeir eigi að uppgötva og læra. Skráning minnispunkta : Á meðan nemandinn er að vinna við æfinguna skrá þeir minnispunkta. Fyrir utan það að skrá minnispunkta geta þeir skráð hjá sér hvort allt fór eins og áformað var eða hvort upp komu einhvers konar vandamál og hvers eðlis þau voru. Undirbúningur fyrir kynningu : Nemendurnir skrifa fyrir ákveðinn aðila. Hér mætti bjóða nemendum að velja sér ákveðinn viðtakanda. Það er sérstaklega hvetjandi að skrifa fyrir 4.28, 4.30 4.36 4.41, 4.42 raunverulegan viðtakanda. Blogg getur verið heppilegur miðill. Einfaldari verkefni Tengið rétt hlutfall við kunnuglegar aðstæður með léttum tölum: – Ef eitt epli kostar 50 krónur, hvað kosta þá þrjú epli, sex epli, tólf epli? Hvað verður um verðið þegar fjöldi eininga tvöfaldast? – Ef múrsteinn vegur 2 kg, hve mikið vega fimm, tíu, tuttugu múrsteinar? Hvað verður um magnið þegar fjöldi eininga tvöfaldast? Einkenni rétts hlutfalls er að y -gildið tvöfaldast líka þegar við tvöföldum x -gildið. Gott er að nota gröf til að sýna þetta sama (verkefnablað 3.4.6). Þá má láta nemendurna lesa punkta af grafinu og sjá hvað verður um y -gildið þegar x tvöfaldast og öfugt. Ef teiknuð er línan y = 0,5 x − 1 má biðja nemendur að útskýra hvort um rétt hlutfall sé að ræða og rökstyðja svarið. Erfiðari verkefni – Ýmis verkefni Hlutfallaveiðar Útbúið veggspjald þar sem safnað er saman ýmsum dæmum um rétt hlutfall. Nemendur fá það sem vikuverkefni að finna að minnsta kosti tvö dæmi úr hversdagslífinu þar sem rétt hlutfall kemur fyrir. Safnið öllum tillögunum saman á vegg- spjaldið (nota má t.d. gula miða). Kemur eitthvert atriði fyrir oftar en einu sinni?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=