Skali 3b kennarabók

Annars stigs föll Kafli 4 • Föll 7 Ábendingar Samtal um námsmarkmiðin. Kennari skýrir nemendum gjarnan stuttlega frá við hvað er átt með annars stigs föllum og hvernig fleygbogi lítur út. Kennari teiknar fleygboga með topppunkt og annan með botnpunkt. Hvetja mætti nemendur til að útskýra hvað þeir haldi að topppunkturinn og botnpunkturinn geti táknað. Við höfum valið að draga fram að rita má línuleg föll á nokkra mismunandi vegu. Kennari gæti gjarnan gefið dæmi með tölum og teiknað þessar línur sem sýnidæmi: 1 y = −2 x + 3; hallatala −2, skurðpunktur við y -ás (0, 3) 2 3 x + 2 y = 12; x = 0 gefur y = 6, og y = 0 gefur x = 4. Þá eru skurðpunktarnir við ásana (0, 6) og (4, 0), og það verður auðvelt að teikna línuna. Sýnidæmi 1 Kennari getur látið nemendur leysa verkefnið í dæminu í litlum hópum. Á eftir geta þeir skoðað tillöguna að lausn og borið saman við eigin lausnir. 4.1 Allar þessar línur eru ritaðar á forminu y = ax + b , svo að það ætti að vera auðvelt fyrir nemendur að leysa verkefnin. 4.2 Nemendur munu trúlega geta lesið hallatöluna og skurðpunktinn við y -ásinn og ritað línuna á forminu y = ax + b . Grundvallarfærni Viðfangsefnin krefjast góðrar lestrarfærni. Einfaldari verkefni Kennari getur látið nemendur nota teikniforrit við verkefni 4.1 og 4.2. Í verkefni 4.1 geta nemendur lesið skurðpunktana við x -ásinn og y -ásinn og notað halli[<lína>] t.d. í teiknifor- ritinu GeoGebra, t.d. halli[f] hafi forritið nefnt línuna f. Nemendur eru hvattir til að kanna samhengið milli fallstæðunnar og svara við verkefn- unum. Í verkefni 4.2. geta nemendur merkt skurðpunktana við x - og y -ása sem þeir geta lesið af myndunum og svo teiknað línurnar í teikniforritinu. Þá kemur jafna línunnar fram í algebru- glugganum. Hér geta þeir líka notað forritið til að lesa hallatöluna svo að þeir geta séð að það stemmir við töluna fyrir framan x í jöfnu línunnar. Erfiðari verkefni – Ýmis verkefni Nemendur eru hvattir til að skrifa jöfnurnar í verkefnum 4.1 og 4.2 á forminu ax + by = c . Æfingahefti 4.1–4.5 Blaðsíða 89 Faglegt innihald • Upprifjun á línulegum föllum og beinum línum • Hallatala og fastaliður í línulegum jöfnum • Skurðpunktar milli beinna lína og ásanna • Finna jöfnur beinna lína út frá grafi

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=