Sjónpróf

Kennsluhugmyndir Vinna má með sjónprófin á margvíslegan hátt. Hér eru nokkrar hugmyndir í tengslum við íslensku, listgreinar og samfélagsgreinar (lífsleikni). 1. Nemendur velja eitt sjónpróf, skrifa það niður og skýra frá því í stuttu máli hvað það merkir. Mörg henta vel til myndskreytinga. (Ritun) 2. Nemendur velja eitt sjónpróf og nýta það sem kveikju að frásögn eða sögugerð. (Lestur/ritun/frásögn) 3. Nemendur velja eitt sjónpróf, lesa það og nýta sem inngang að fræðslu um sjónskerðingu og blindu. Hver er þekking þeirra á blindu og sjónskerðingu? Hvaða hlutverki gegna sjónpróf? (Lestur/samræður) 4. Nemendur velja eitt sjónpróf og nýta semumræðugrundvöll í lífsleikni. Hvað felur textinn í sér? (Samræður) 5. Nemendur velja eitt sjónpróf og færa yfir í leikrænan búning. (Listgreinar) 6. Nemendur velja eitt sjónpróf og gera það að sínu í rapptexta. (Listgreinar)

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=