Sjálfsagðir hlutir

7 SJÁLFSAGÐIR HLUTIR – HÖNNUN BRÉFAKLEMMA Fyrir tíma bréfaklemmunnar stungu menn gat í horn pappíra, þræddu band í gegn og bundu þá saman. Bréfaklemman einfaldaði því líf manna. Tilurð hennar var háð því að búið væri að finna upp sveigjanlegan stálvír. Breska fyrirtækið Gem Manufacturing hannaði þá bréfa- klemmu sem er þekktust í dag um 1907, sú klemma er sporöskjulaga og er enn í framleiðslu. William Middlebrook, sem titlaður er hönnuður bréfaklemmunnar, fékk einkaleyfi á vélina sem gerði Gem -fyrirtækinu kleift að fjöldaframleiða klemmurnar í stórum stíl. Ekki var sótt um einkaleyfi fyrir klemmunum sjálfum. Þó að ekkert hafi komið í staðinn fyrir bréfaklemmuna síðan hún var fundin upp, er stöðugt verið að reyna að bæta hana, því að yfirleitt er einhver galli á hönnuninni. Hafið þið tekið eftir því, að sumar klemmur flækjast alltaf saman, á meðan aðrar halda ekki saman þykkum bunka af pappír? Umræður og verkefni • Veltið fyrir ykkur hversu mikið líf manna einfaldaðist við tilkomu bréfaklemmunnar. Prófið sjálf með því að festa saman nokkur blöð með bandi. Það má ekki nota gatara! • Spáið í hvaða eiginleika bréfaklemmur þurfa að hafa. Útbúið lista yfir þá. Berið þann lista svo saman við bréfa- klemmur í skólanum. Getið þið fundið klemmu sem stenst ykkar kröfur? • Hvaða annað notagildi getur bréfaklemma haft? Til dæmis má nota hana til að losa SIM kort út úr snjallsíma eða sem eyrnalokk. • Hvaða fleiri vörur dettur ykkur í hug sem hafa einfaldað fólki lífið? Til dæmis tækninýjungar eins og þvotta- og uppþvottavélar. Hverju breyttu þær fyrir fólk á sínum tíma? Eru þetta dæmi um nauðsynjar eða er um lúxusvörur að ræða? Veltið fyrir ykkur og ræðið. Leitarorð : The History and Invention of the Paperclip | Talað er um átta atriði sem bréfaklemma þurfi að upp- fylla eigi hún að teljast vel heppnuð, engri klemmu hefur þó tekist það hingað til. Klemman 1. má ekki rífa eða eyði- leggja pappírana sem hún heldur saman. 2. á ekki að mynda flækju með öðrum klemmum í kassa. 3. þarf að geta haldið þykkum bunka af pappír. 4. þarf að halda pappírum örugglega saman. 5. þarf að vera þunn. 6. á að vera auðveld í notkun. 7. þarf að vera létt. 8. verður að vera ódýr.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=