Sjálfsagðir hlutir
6 SJÁLFSAGÐIR HLUTIR – HÖNNUN MÁLMAR Þrír fjórðu allra þekktra efna í heiminum eru málmar. Þá er að miklu leyti að finna í jarðskorpunni. Málmar eru efni sem einkennast af hárri raf- og hitaleiðni. Við sjáum það birtast í því að þeir eru mikið notaðir í tengslum við rafmagn og að pottarnir okkar eru oft úr einhverskonar málmi. Járn er silfurgrátt á litinn en það verður fljótt rauðleitt og flagnar þegar það kemst í snertingu við súrefni (alveg eins og við ef við liggjum of lengi í sólbaði). Þá segjum við að það ryðgi eða tærist. Þegar járn ryðgar myndar það flögur sem falla af óryðguðum fletinum, þannig brotnar járnið smátt og smátt niður. Hluti af hópi málma eru góðmálmar eins og gull og silfur. Góðmálmar eru flokkur sjaldgæfra og verðmætra málma. Þeir finnast yfirleitt hreinir í náttúrunni. Áður en járnvinnsla hófst nýttu menn sér járn úr loftsteinum í t.d. skartgripi. Nú á dögum verðum við vör við málma hvert sem litið er. Hús eru klædd bárujárni, stál er notað í allt frá bréfaklemmum til skýjakljúfa. Ál er í farar- tækjum og ríkidæmi er mælt í gulli. Málmar hafa haft mikil áhrif á tækniþróun og lífsgæði manna hingað til og munu líklega gera það áfram um ókomna tíð. Umræður og verkefni • Horfið í kringum ykkur. Er eitthvað sem er gert úr málmi? • Hvað sjáið þið marga mismunandi hluti úr málmi? Skráið þá niður. • Er eitthvað sem sameinar þessa hluti? • Getur verið að málmur hafi verið valinn fram yfir annað hráefni vegna eiginleika sem henta betur en annað efni? Ef svo er, hvaða eiginleikar gætu það verið?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=