Sjálfsagðir hlutir

5 SJÁLFSAGÐIR HLUTIR – HÖNNUN AÐ HANNA EITTHVAÐ vandamál – hugmyndir – lausnir Hönnun er ekki einungis hlutir og rými. Hönnun er einnig ferlið við að gera áætlanir, meta eitthvað og setja nýjar áætlanir af stað. Fyrsta skref við að hanna eitthvað er að velta fyrir sér lausnum af öllum gerðum. Ef um er að ræða ákveðið vandamál sem þarf að leysa, er þá hægt að leysa það á einhvern einfaldan hátt? Er hægt að einfalda líf þeirra sem upplifa vandamálið? Hönnuðir fá hugmyndir alls staðar að, svo sem með því að hlusta á tón- list, skoða myndir og gera orðalista. Eftir að hönnuðurinn hefur séð í hvaða átt hann vill stefna til að reyna að leysa vandamálið gerir hann skissu og kallar til aðra sérfræðinga eftir þörfum eins og til dæmis verk- fræðing. Því næst er útbúin frumgerð sem er prófuð. Ef vel gengur er hönnunin send í framleiðslu. Umræður og verkefni • Er eitthvað í skipulagi rýmisins sem þið eruð í sem væri hægt að bæta? • Hvað í rýminu myndi vera hægt að bæta til að einfalda líf allra á hverjum degi? • Skissið upp eða skrásetjið hugmyndir ykkar og komið e.t.v. á framfæri við stjórnendur. Hér á eftir verður fjallað um nokkra hluti sem mörg okkar teljum sjálfsagða. Þeir eru annaðhvort úr málmi, plasti, við eða keramik. HÖNNUÐUR MAÐUR SEM HANNAR, GERIR GRUNNTEIKNINGU (EFTIR EIGIN HUGMYND)

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=