Sjálfsagðir hlutir

4 SJÁLFSAGÐIR HLUTIR – HÖNNUN ALLT ER HANNAÐ Á EINHVERN HÁTT! Lítið í kringum ykkur, hvað sjáið þið? Hönnun er allt í kringum okkur. Skólataskan, rúmið okkar, tannburstinn og skál undir morgunmat. Einhverjir hafa fengið hugmyndina að skóla- töskunni, rúminu, tannburstanum og skálinni. Einhverjir hafa hannað flesta þá hluti sem við notum á hverjum degi. Oft er hönnun lausn á einhverju vandamáli. Hönnuður hefur áttað sig á því að það væri hægt að einfalda eitthvað eða leysa vandamál með sérhönnuðu tæki. Umræður og verkefni • Vinnið saman og gerið lista yfir hluti sem eru í skólastofunni. o Hversu mikið er af hönnun í kringum ykkur? o Er hægt að flokka hlutina í mismunandi tegundir hönnunar? Hvaða flokkar koma ykkur í hug? Húsgagnahönnun: stólar, borð, rúm o.fl. Grafísk hönnun: auglýsingar, bækur, tölvuleikir, viðmót í tölvum. Arkitektúr og innanhúshönnun: hús, skipulag innanhúss. Fatahönnun : fatnaður. Vöru- og iðnhönnun: litlir hlutir eins og úr, símar, kerti, glös og margt fleira. Skartgripahönnun og gull- og silfursmíði: skartgripir og smíðisgripir úr silfri. Listhandverk: hlutir sem eru ekki fjöldaframleiddir og eru því einstakir. T.d. handgerðir kaffibollar og glös sem blásin eru í glerverkstæði.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=